-Auglýsing-

Mikil yfirvinna óholl hjartanu

Of mikil yfirvinna er óholl hjartanu að sögn vísindamanna. Fram kemur í nýrri rannsókn að þeir sem vinna reglulega yfirvinnu, eða 10 til 11 tíma langa vinnudaga auki verulega líkurnar á því fá hjartasjúkdóm.

Yfir 6.000 opinberir starfsmenn í Bretlandi tóku þátt í rannsókninni, en niðurstöðurnar voru birtar á vef European Heart Journal.

-Auglýsing-

Þeim var gert að gera grein frá öllu því sem gæti haft slæm áhrif á hjartað, s.s. reykingar. Eftir að hafa tekið þetta með í reikninginn komust læknar að þeirri niðurstöðu að þeir sem skila af sér þremur til fjórum yfirvinnustundum á dag eigi í 60% meiri hættu en aðrir að hljóta hjartasjúkdóm, að því er segir á vef breska útvarpsins.

Sérfróðir segja að niðurstöðurnar sýni fram á mikilvægi þess að vinna jafnvægi á milli vinnunnar og einkalífsins.

Tilgreind eru 369 tilfelli í rannsókninni um einstaklinga sem létust af völdum hjartasjúkdóms, t.d. fengu hjartaáfall eða þjáðust af hjartakveisu. Vísindamenn segja að í mörgum tilfellum séu tengsl þarna á milli og fjölda yfirvinnustunda sem viðkomandi vann.

Vísindamenn segja að ýmislegt geti útskýrt þessi tengsl. T.d. hafi þeir, sem vinna mikið, minni tíma til að stunda líkamsrækt og slaka á. Þeir séu einnig undir miklu álagi, séu áhyggjufullir eða þunglyndir.

- Auglýsing-

www.mbl.is 12.05.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-