-Auglýsing-

Hnetur allra meina bót

Nýjar rannsóknir sýna að hnetuneysla getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Sem dæmi stuðlar  hnetuneysla að lækkun kólesteróls. Rannsóknin var unnin á vegum Loma Linda háskólans í Kaliforníu.

Fram kemur í rannsókninni að hjá fólki sem að meðaltali borðaði 67 grömm af hnetum á hverjum einasta degi mælist heildarkólesterólið 5,1% minna en hjá þeim sem ekki borða hnetur daglega, þar af varð 7,4% lækkun á vonda kólesterólinu.

Rannsóknin náði til 583 þátttakenda á aldrinum 19-86 ára í sjö löndum. Þátttakendur voru, áður en rannsóknin hófst, ýmist með kólesteról sem mældist í meðallagi eða yfir meðallagi. Enginn þátttakendanna tók lyf til þess að hafa áhrif á kólesteról sitt til lækkunar.

Að sögn Joan Sabate, sem stýrði rannsókninni, leiðir rannsóknin í ljós að ekki reyndist neinn munur á því hvers konar hnetur væru borðaðar. Allar tegundir höfðu þannig áhrif til lækkunar á kólesterólinu. Hins vegar hafði líkamsþyngd og heildar kólesterólmagn einstaklinganna áður en rannsóknin hófst áhrif á niðurstöðuna.

Þannig kom í ljós að þeir sem mældust með hátt kólesterólmagn gátu lækkað það meira með hnetuneyslunni en þeir sem mældust með lágt magn. Sem sama hætti kom í ljós að áhrif hnetuneyslunnar var einnig meiri hjá einstaklingum í eða undir kjörþyngd.  Að mati rannsakenda þarf að rannsaka betur hvers vegna hnetuneysla hefur miklu mun minni jákvæð áhrif hjá of þungum einstaklingum.

Jafnframt kom í ljós að mataræði fólks hafði mikið að segja þegar áhrif hnetuneyslu var skoðuð. Þeir sem almennt borðuðu fituríka fæðu höfðu meira gagn af hnetuneyslunni en þeir sem fyrir borðuðu fitusnauðari og hollari fæðu sem innihélt t.d. kaldpressaða olíur, fisk, ferska ávexti og grænmeti.

- Auglýsing-

Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að jákvæð áhrif hnetuneyslunnar eru býsna langvarandi.  Hnetuneysla virðist einnig draga úr líkum á því að þróa með sér sykursýki tvö.  Og þrátt fyrir hátt fituinnihald í hnetum þá hafa hnetur ekki neikvæð áhrif á líkamsþyngd fólks.

www.mbl.is 10.05.2010 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-