-Auglýsing-

Meðhöndlun þunglyndis mikilvæg forvörn

ÞunglyndiÞunglyndi virðist vera einn af áhættuþáttunum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Sé það hinsvegar meðhöndlað áður en viðkomandi þróar með sér hjarta- og æðasjúkdóm þá getur það komið í veg fyrir hjartaáfall og heilablóðfall síðar á ævinni.

Nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að ef þunglyndi er meðhöndlað áður en nokkur merki um hjarta- og æðasjúkdóm hafa komið fram hjá einstaklingi þá getur það minnkað hættuna á hjartaáfalli og heilablóðfalli um allt að helming.

-Auglýsing-

Aðal rannsakandi rannsóknarinnar var Jesse C. Stewart, Ph.D., í School of Science í Indiana University-Purdue University Indianapolis, en þessi rannsókn virðist vera sú fyrsta sem hefur rannsakað þunglyndi og hjarta- og æðasjúkdóma frá þessum vinkli.

Dr. Stewart segir „fyrri rannsóknir sem við og aðrir höfum gert hafa gefið til kynna að þunglyndi sé áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. En fyrri rannsóknir á þunglyndis- meðferðum á sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma hafa ekki sýnt ávinning fyrir þennan sjúklingahóp eins og búist var við. Þannig að við byrjuðum á að spyrja okkur, hvað ef við meðhöndlum þunglyndi áður en fólk þróar með sér hjarta- og æðasjúkdóm? Gæti það minnkað hættuna á hjartaáfalli og heilablóðfalli? Niðurstöður okkur gefa til kynna að svarið við því sé já“.

Þátttakendur voru samtals 235 einstaklingar, 60 ára eða eldri og greindir með þunglyndi eða óyndi. Þeim var skipt af handahófi í sitthvorn hópinn, annar hópurinn fékk staðlaða umönnun í 12 mánuði, en hinn hópurinn fékk blandaða umönnun (e. collaborative care) sem innihélt bæði þunglyndislyf og sálfræðimeðferð í 12 mánuði.

Þátttakendum var fylgt eftir í 8 ár. Af 235 þátttakendum voru 168 einstaklingar ekki með hjarta- og æðasjúkdóm í byrjun rannsóknar. Af þessum 168 voru þeir sem fengu blandaða umönnun (þunglyndislyf og sálfræðimeðferð) til að takast á við þunglyndið með 48% lægri líkur á að fá hjartaáfall eða heilablóðfall yfir þessi 8 ár heldur en þeir sem fengu staðlaða umönnun.

- Auglýsing-

Aftur á móti hafði blandaða umönnunin engin tengsl við lægri líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli hjá þeim 67 einstaklingum sem voru með hjarta- og æðasjúkdóm fyrir rannsóknina.

Þessar niðurstöður benda til þess að byrja þurfi að meðhöndla þunglyndið áður en hjarta- og æðasjúkdómur er til staðar til þess að ávinnings megi vænta fyrir hjartaheilsuna.

Dr. Stewart segir að lífsstílsbreytingar – eins og það að hætta að reykja, eða blóðþrýstings- og kólesteról lyf, séu mikilvægar nálganir í því að minnka líkur á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Hann segir niðurstöður rannsóknar sinnar, fáist þær staðfestar í stærri rannsókn, geta bætt við nýrri mikilvægri nálgun, það er að þunglyndsmeðferð geti komið í veg fyrir hjartaáfall og heilablóðfall

„Í framtíðinni getur þunglyndismeðferð spilað veigamikið hlutverk í að minnka skert lífsgæði og dauðsföll sökum hjarta- og æðasjúkdóma“ segir Dr. Stewart.

Rannsakendur eru nú að leita styrkja til að geta framkvæmt stærri rannsókn á sama efni í von um að stærri rannsókn á fleiri einstaklingum staðfesti niðurstöður þeirra [1], [2].

Það er augljóst að andlega hliðin getur verið áhættuþáttur hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma. Þessi rannsókn sýnir þó nýjan og áhugaverðan vinkil á því hvernig koma megi í veg fyrir að þunglyndi leiði til hjarta- og æðasjúkdóma hjá þeim sem glíma við sjúkdóminn. Þarna er komin enn ein ástæða til að meðhöndla þann alvarlega sjúkdóm sem þunglyndi er, og augljóst að best er að grípa inn í sem fyrst – það gæti jafnvel komið í veg fyrir auknar líkur á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Þessa rannsókn á þó eftir að endurtaka á stærri hóp og ber því að taka niðurstöðunum með fyrirvara, þó þær lofi vissulega góðu.

Hanna María Guðbjartsdóttir,
sálfræðingur.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-