-Auglýsing-

Mataræði: Heilsutómatar

Íslenskir heilsutómatar
Íslenskir heilsutómatar

Íslenskir heilsutómatar eru afbragðsgóðir og mjög ríkir af lýkópen. Magnið er að lágmarki 9 mg i 100 g sem er nær þrefalt það magn sem mælist í hefðbundnum tómötum. Lýkópen er í flokki karótínóíða sem gefur tómötum rauða litinn. Lýkópen er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini í blöðruhálskirtli og meltingarvegi.

Geymsla
Tómatar eru viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum.
Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Gott er að geyma tómata á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka frekar ef það er haft fyrir framan þau.

Notkun
Litlir heilsutómatar er frábærir sem snakk og þar með passlegur munnbiti. Þeir henta vel fyrir litla fingur og ættu þvi að vera hafðir í skál á borði í eldhúsinu svo smáfólkið og allir í fjölskyldunni hafi greiðan aðgang að þeim.

Heilsutómatana eru upplagðir í salöt og eða heita rétti hvort heldur með fisk, kjöt, eggjum, ost eða öðru grænmeti, í sósur, súpur og jafnvel sultu. Gott er að grilla tómatana og setja þá á grillpinna. Tómatar eru einnig ómissandi á pizzur og bökur og virka þá bæði sem hluti af réttinum og sem skreyting.

Má frysta tómata ?
Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.

Hvaða hluta er hægt að borða ?
Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.

- Auglýsing-

Næringartafla
Ætur hluti 100 % Innihald í 100 g Vatn 94 g Orkurík efnasambönd Prótein 0.9 g Trefjar 1.5 g Kolvetni 4.3 g Fita 0.2 g kj 97 kcal 23 Steinefni Járn 0.6 mg Kalk 15 mg Vítamín A Ret. ein 100 µg B1 0.04 mg Niacin 0.7 mg Niacin 0.2 mg C (askorbínsýra) 20 Tómatar eru vítamínríkir, einkum er mikið af A- og C-vítamíni í þeim, en auk þess eru þeir ríkir af steinefnum og ávaxtasýru. Í þeim eru fáar hitaeiningar sem gerir þá upplagða fyrir þá sem huga að línunum.

Heimild: islenskt.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-