-Auglýsing-

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Það er fátt skemmtilegra en að læra nýjar aðferðir við matreiðslu og fá nýjar hugmyndir í matargerð. Það stefnir í þurrviðri hér sunnanlands um helgina með hæfilega passlegu grillveðri og víst að ekki verður vöntun á eðaltilboðum í mörgum verslunum svo ekki er úr vegi að prófa eitthvað skemmtilegt.

Lambakjötið er okkur hjartfólgið hér á hjartalif.is enda um hreina náttúruafurð að ræða en í þessum þætti frá Kjarnafæði útbýr Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari kryddjurtafylltan lambahrygg á teini. Uppskriftin er svo hér fyrir neðan myndskeiðið.

Kryddjurtafylltur lambahryggur á teini

Fyrir 4-6

1 úrbeinaður lambahryggur með lundum

Salt og nýmalaður pipar

- Auglýsing-

 

Fylling

1 lúka dvergbasil eða venjulegt, gróft saxað

1 lúka sítrónutimjan eða venjulegt, gróft saxað

2 msk rósmarínnálar, gróft saxaðar

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Fínt rifinn börkur af ¾ sítrónu

 

- Auglýsing -

Kryddið hrygginn að innan og utan ásamt lundunum með salti og pipar. Leggið helminginn af kryddjurtunum og sítrónuberkinum innan í hrygginn og leggið lundirnar eftir endilöngu. Þá er restin af kryddjurtunum og sítrónuberkinum sett ofan á lundirnar. Mótið rúllu úr hryggnum og vefjið hreinum blómavír þétt utan um hrygginn. Þræðið hrygginn upp á grilltein og grillið á milliheitu grilli í 1 klst. með snúningi. Ef þið eigið ekki grill með snúningsteini þá má setja hrygginn á álgrillbakka á mitt grillið og kveikja á grillinu sitthvorumegin við hrygginn og grilla í 1 klst. Snúið hryggnum reglulega.

Takið vírinn af hryggnum og berið fram með t.d. kaldri hvítlaukssósu, grilluðu grænmeti, kartöflum og salati.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-