-Auglýsing-

Lýsti áhyggjum af öryggi sjúklinga

agnesbiskup-domkirkan-640x426Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í nýársprédikun í Dómkirkjunni í morgun að kirkjan vildi vera leiðandi afl í samfélaginu g stuðla að kærleiksríkara og traustara samfélagi. Agnes ræddi einnig um mikilvægi þess að búa vel að Landspítala Íslands.
„Jesús sýndi engum tómlæti og það á Kirkja hans heldur ekki að gera. Hún vill vera leiðandi afl í samfélaginu og stuðla að kærleiksríkara og traustara samfélagi. Þegar vá er eða erfiðleikar steðja að sýnir þjóðin að hún stendur saman. Það vitum við sem höfum búið á stöðum út um landið að hvergi er betra að vera en þar þegar eitthvað bjátar á. Þá standa allir saman sem einn maður,“ sagði Agnes í prédikun sinni.

Vegið hefur verið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum
„Undanfarið hefur verið vegið að öryggi landsmanna í heilbrigðismálum, bæði hér í höfuðborginni og eins út um landið. Á eina háskólasjúkrahúsi landsins, þar sem einkunnarorðin eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun er tækjakostur það bágborinn og úr sér genginn að til vandræða er. Það er nauðsynlegt að finna leiðir til úrbóta því öll viljum við búa við öryggi á hvaða aldri sem við erum og hvar sem við búum.
Landspítali er fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er líka fyrir okkur öll sem búum í þessu landi. Þess vegna vill Kirkjan taka þeirri áskorun að vera leiðandi í söfnun til tækjakaupa á Landspítalanum í samráði við stjórnendur spítalans. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur einatt skilað miklum árangri.

-Auglýsing-

Samkennd er nauðsynleg í samfélagi okkar. Hún minnir okkur á ábyrgð okkar gagnvart hvert öðru og á það að hver og einn einstaklingur getur haft áhrif.

Í fyrri ritningarlestrinum í dag voru lesin orðin sem Drottinn talaði til Móse, blessunarorðin, sem einnig eru flutt í hverri guðsþjónustu. Með blessun Guðs hefjum við gönguna á hinu nýbyrjaða ári. Með þá von og trú í hjarta að við séum leidd af Guði á lífsins vegi. Að við séum aldrei ein, aldrei yfirgefin. Að friður og sátt ríki í samfélagi okkar. Með þá bæn í huga göngum við inn í nýtt ár,“ sagði séra Agnes.

www.mbl.is 01.01.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-