-Auglýsing-

Umboðsmaður Alþingis tekur á landlækni

solvi jonssonSölvi Jónsson félagsliði skrifar eftirfarandi pistil í fréttablaðið þann 31. desember 2012.

Á heimasíðu umboðsmanns Alþingis, dagsett 17. október, er að finna útdrátt úr bréfi sem hann ritaði velferðarráðuneytinu síðasta sumar vegna vinnubragða landlæknisembættisins í kvörtunarmálum. Þar segir: Í ágúst síðastliðnum tilkynnti umboðsmaður Alþingis velferðarráðherra að hann hefði það til skoðunar að taka stjórnsýslu þessara mála til athugunar að eigin frumkvæði. Ástæða þess að umboðsmaður hafði til skoðunar að hefja frumkvæðisathugun á stjórnsýslu landlæknisembættisins voru ýmsar kvartanir og ábendingar sem hafa borist undanfarin misseri vegna eftirlits embættisins og í vissum tilvikum vegna eftirlits velferðarráðuneytisins með landlækni. Efnislega hafa þessar kvartanir m.a. lotið að aðgangi einstaklinga að gögnum, t.d. eigin sjúkraskrá, sjúkraskrá látins maka eða að vinnugögnum heilbrigðisstarfsmanna sem verða til við rannsókn eða meðferð en eru ekki færð í sjúkraskrá, viðbrögðum og niðurstöðum landlæknis í tilefni af kvörtunum yfir vanrækslu eða mistökum við veitingu heilbrigðisþjónustu eða vegna ótilhlýðilegrar framkomu heilbrigðisstarfsmanna, hæfi þeirra sem koma að úrlausn kærumála á vegum landlæknisembættisins og eftirliti með því að heilbrigðisstofnanir eða heilbrigðisstarfsmenn fari að ákvæðum laga s.s. um tilkynningarskyldu vegna óvæntra atvika, trúnaðar- og þagnarskyldu og aðgang og notkun heilbrigðisstarfsmanna á upplýsingum í sjúkraskrám.?

Hvítþvottarskýrsla
Þetta eru sannarlega góðar fréttir. Ég þekki til vinnubragða landlæknis úr tveimur málum sem ég hef sent inn og nú er annað þeirra hjá velferðarráðuneytinu eftir að hafa verið í millitíðinni hjá umboðsmanni Alþingis. Landlæknir kallar til svokallaðan óháðan álitsgjafa. Læknir rannsakar lækni, sjúkraþjálfari rannsakar sjúkraþjálfara. Álitsgjafinn vinnur nánast án undantekningar hvítþvottarskýrslu fyrir starfsbróður sinn og landlækni og sviptir með því sjúklinginn rétti til bóta. Sjúklingnum er gefinn frestur til að svara en það sem hann hefur um málið að segja er síðan ekki tekið til nokkurrar skoðunar. Álit landlæknis skal standa.

Enginn lærir því neitt af þessu. Lækninum er ekki sagt að taka sig á í starfi eða endurmennta sig eða neitt slíkt og getur þess vegna haldið áfram að gera sömu vitleysuna í starfi og skaða áfram sjúklinga sína. Landlæknir virðist löngu hafa gleymt markmiði sínu ?að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna? (1. gr. í lögum um landlækni). Og sjúklingurinn situr eftir með sárt ennið. Jafnvel tekst landlækni að hafa af honum geðheilsuna líka.

Starfsmenn á námskeið
Hann getur að vísu kært úrskurð landlæknis til ráðherra. En aðeins málsmeðferðina, ekki efnislega niðurstöðu málsins samkvæmt lögfræðingum landlæknis. Í 12. greininni í lögum um landlækni segir: ?Heimilt er að kæra málsmeðferð landlæknis samkvæmt ákvæði þessu til ráðherra.? Ekkert sérákvæði er að finna um efnislega niðurstöðu kvartanamála, ekkert er raunar minnst á efnislega niðurstöðu kvartanamála í lögum um landlækni. Lögfræðinga landlæknis skortir því lagarök fyrir þessari túlkun sinni. Það segir sig sjálft að ef eitthvað er athugavert við málsmeðferðina þá er mjög sennilega eitthvað athugavert við niðurstöðuna líka.

En nú hefur landlækni sem sagt borist ?viðvörun? umboðsmanns Alþingis í gegnum velferðarráðuneytið og landlæknir lofar vitaskuld öllu fögru. Landlæknir ætlar að senda þá starfsmenn sem helst koma að eftirliti og kvörtunarmálum á námskeið í stjórnsýslulögum og segir að vinna við gerð verkferla er varða eftirlit og afgreiðslu kvartana hafi hafist fyrr á árinu.
Ég hef ekki nokkra trú á að breyting verði á vinnubrögðum landlæknis í meðferð kvörtunarmála þrátt fyrir þetta og vona að þetta kerfi kvörtunarmála verði að lokum tekið til gagngerrar endurskoðunar af umboðsmanni Alþingis og úr höndum landlæknis. Sá sem sendir inn kvörtun til landlæknis mun örugglega áfram aðeins uppskera vonbrigði, sárindi og leiðindi og enga viðurkenningu á þeim miska sem hann hefur hlotið. Ég ráðlegg því ekki nokkrum manni að fara þá leið. Sitji maður uppi með skaða vegna mistaka heilbrigðisstarfmanns er eina vitið að láta landlækni ekki hafa minnstu aðkomu að málinu vegna þess að álit hans veikir nánast án undantekningar málið eða eyðileggur það alveg. Hægt er að senda inn umsókn í sjúklingatryggingu Sjúkratrygginga Íslands (eða hjá vátryggingarfélagi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanns) og síðan leita með málið beint til dómstóla ef svarið við umsókninni verður neikvætt.

- Auglýsing-

www.visir.is 31.12.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-