-Auglýsing-

Krefst bóta vegna bilunar í bjargráði

bjargradur meirHjartasjúklingur með bjargráð í brjósti hefur í 3 ár reynt að fá bætur vegna áfalls sem hann telur sig hafa orðið fyrir, eftir að leiðslur í hjarta hans biluðu og hann varð að gangast undir aðgerðir. Hjartalæknir mannsins segir hann hafa beðið tjón, en landlæknir og Sjúkratryggingar eru á öðru máli.

Fréttastofa RÚV greindi frá því fyrir nokkru að vandamál hefðu komið upp með svokallaða bjargráða, sem græddir eru í brjóst hjartasjúklinga. Þeir fylgjast með hjartslætti og gefa stuð ef þörf krefur. Leiðslur sem kallast Riata hafa sumar reynst gallaðar samkvæmt formlegri tilkynningu frá framleiðanda í fyrra. Átta hjartasjúklingar hér á landi hafa þurft að fá nýjar leiðslur. Einn þeirra, rúmlega fimmtugur karlmaður, kom á Landspítalann undir lok árs 2007.Á nokkrum klukkutímum hafði bjargráður hans tvisvar sent rafstuð í hjarta hans að ástæðulausu.

-Auglýsing-

Í sjúkraskýrslu segir: „Við úrlestur á bjargráð á bráðamóttökunni kemur í ljós að leiðslan er biluð“ …“hann leggst inn í aðgerð eftir að hafa fengið vitlaust stuð frá bjargráði vegna bilaðra leiðslna.“ Daginn eftir fær maðurinn nýja leiðslu og svo aðra viku síðar, þar sem sú fyrri virkaði ekki sem skyldi.

„Hann var hjartasjúklingur en var í hundrað prósent vinnu og lifði lífinu og hafði það gott, þannig séð. En eftir að bjargráðurinn bilaði hvarf öll starfsgeta,“ segir Rúna Loftsdóttir, eiginkona sjúklingsins.

Í framhaldi af þessu ákvað maðurinn haustið 2009 að fara fram á bætur frá Sjúkratryggingum vegna þess sem gerðist um áramótin áður. Hjartalæknir mannsins skrifaði greinargerð um atvikið: „Hér er um truflun að ræða sem hefur versnað og valdið því að tækið hefur gefið stuð.“ Læknirinn taldi að þetta atvik og aðgerðirnar vegna þess hefðu valdið manninum varanlegu heilsutjóni og segir meðal annars: „Eftir seinni aðgerðina fer að bera á hjartabilunareinkennum, verra almennu ástandi sjúklings…Sjúklingur hafði áður verið í fullri vinnu…smám saman hefur þrek hans versnað þannig að hann er nú kominn á örorkubætur.“

Landlæknisembættið kom að þessu máli og fékk aðra greinargerð, frá hjartalækni á Akureyri, sem fór yfir atvikið. Þótt ítrekað sé í sjúkraskýrslum Landspítalans að búnaður hafi bilað, er það dregið í efa í þessari greinargerð embættisins. Efnislega segir: Það verður að teljast ólíklegt að þessar truflanir og stuðin sem tækið gaf hafi leitt til verra ástands mannsins…aðgerðir gætu hafa haft áhrif og mun líklegra er að aukin einkenni skýrist af undirliggjandi sjúkdómi fremur en truflun í bjargráðskerfinu. Eftir þetta hefur barátta mannsins engu skilað.

- Auglýsing-

„Við fáum höfnun eftir höfnun,“ segir  Rúna Loftsdóttir. „Sjúkratryggingar og almannatryggingar hafna óskum okkar. Við sóttum um gjafsókn og því var líka hafnað. Málið er núna hjá Umboðsmanni Alþingis og það er kannski síðasta hálmstráið hjá okkur.“

Hægt er að sjá umfjöllun úr fréttatíma sjónvarps í heild sinni hér.

www.ruv.is 03.01.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-