-Auglýsing-

Lyf í þróun til að lengja lífið

Sérfræðingar eru að gera tilraunir með lyf, sem kynnu að lengja líf fólks, að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Lyfið er sagt líkja eftir þremur genum, sem öll hafa áhrif á lífslíkur.

Tvö þessara gena auka framleiðslu svonefnds góðs kólesteróls í líkamanum sem aftur dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Þriðja genið dregur úr hættu á sykursýki. Fólk, sem fæðist með þessa erfðavísa eru 20 sinnum líklegra en annað fólk að ná 100 ára aldri og 80% minni líkur eru á að það fái Alzheimer-sjúkdóm en fólk sem ekki er með þessa erfðavísa.

Erfðavísarnir þrír fundust hjá um 500 svonefndum Ashkenazi-gyðingum, sem búa í New York og höfðu allir náð 100 ára aldri. Þriðjungur þessa hóps var of feitur eða hafði reykt tvo pakka af sígarettum á dag í yfir 40 ár. 

Vísindamenn telja, að líkur á að þeir sem hafa þessa þrjá erfðavísa nái 100 ára aldri séu 1 á móti 500 en líkur á að venjulegt fólk verði 100 ára eru 1 á móti 10 þúsund. 

Sky hefur eftir Nir Barzilai, stjórnanda Albert Einstein læknaháskólanum í New York, að unnið sé að því á nokkrum rannsóknarstofum, að búa til pillur sem hafi sömu áhrif og genin þrjú. Líklega gætu fyrstu lyfin verið tilbúin til prófunar eftir um það bil 3 ár. 

www.mbl.is 03.02.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-