Þrjátíu og eins árs gamall Tékki lést af sökum hjartaáfalls í miðjum knattspyrnuleik síðastliðinn laugardag. Hann lést örskömmu eftir að hann hafði skorað sjálfsmark í leik í neðri deildum Tékklands.
Níu mínútum eftir að leikurinn hófst milli liðanna sem bæði eru frá Norð-Vestur hluta Tékklands skoraði Michal Jezek klaufalegt sjálfsmark. Nær samstundis féll hann til jarðar hefur tékknesk fréttastofa eftir einum samherja hans.
„Hann virtist ekki eiga við neinu heilsuvandamál að stríða svona dags daglega,“ segir samherjinn en læknar voru fengnir strax á staðinn en þeir gátu því miður ekkert gert.
www.dv.is 07.09.2009
Auglýsing