-Auglýsing-

Leitaði ekki til læknis

HÆSTIRÉTTUR sneri í gær við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem hafði áður dæmt ekkju aðalvarðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja (BS), og börnum þeirra, 5,7 milljónir króna í miskabætur vegna andláts mannsins. Maðurinn lést eftir hlaup á þolbretti í líkamsræktarstöð í september 2005.

Maðurinn hóf störf sem slökkviliðsmaður á Suðurnesjum 1988, var ráðinn varðstjóri hjá BS 1995 og aðalvarðstjóri frá 16. maí 2000. Hann var nær alltaf með of háan blóðþrýsting og var fyrst ráðlagt að taka lyf gegn hækkuðum blóðþrýstingi 22 ára. Í febrúar 2004 fór hann í hjartaáreynslupróf hjá lækni. Kom þá í ljós óeðlileg hækkun á blóðþrýstingi undir álagi. Var hann hvattur til að leita til hjartasérfræðings og fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Slökkviliðsstjóra var einnig tjáð að öll líkamleg áreynsla væri manninum óæskileg.

 Fyrir dómi sagði læknir að ef um óbreyttan slökkviliðsmann hefði verið að ræða, þá hefði hann verið úrskurðaður óvinnufær. Maðurinn hefði hins vegar ekki þurft að leggja á sig líkamlegt erfiði í starfi sínu.

 Í maí 2005 var maðurinn skoðaður aftur af trúnaðarlækni BS. Kom í ljós að hann var ekki undir eftirliti og hafði ekki farið til hjartalæknis.

 Rétturinn taldi ljóst að skortur á lyfjameðferð við háum blóðþrýstingi hefði átt stóran þátt í því hvernig fór.

Eftir Andra Karl andri@mbl.is

- Auglýsing-

Morgunblaðið 13.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-