-Auglýsing-

Stjórnendum LSH fækkað

LANDSPÍTALINN (LSH) undirbýr breytingar á skipuriti sem taka eiga gildi í apríl nk. Stjórnendum verður fækkað um allt að 20 þar sem svið verða sameinuð og þau gerð stærri. Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri LSH, segir að enn sé um drög að ræða og endanleg útfærsla liggi ekki fyrir. Fyrstu viðbrögð séu þó jákvæð.

Í dag eru sviðin 12 og flest þeirra með tvo yfirmenn, annars vegar yfirmann lækninga og hins vegar yfirmann hjúkrunar. Eftir breytingarnar verða sviðin fimm eða sex talsins og einn framkvæmdastjóri ráðinn yfir hverju þeirra.

-Auglýsing-

Hulda segir að með þessu muni framkvæmdastjórar á klínískum sviðum taka þátt í framkvæmdastjórn og því verði áhrifin frá klíník meiri við stjórnun spítalans.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða svið renna saman og hversu mörg þau verða. Mun það skýrast á næstu tveimur vikum. Hulda telur of snemmt að segja til um hvaða svið séu líklegust til að sameinast. „Við göngum út frá að þær einingar sem vinna mest saman í dag muni renna saman, þannig að góð yfirsýn verði yfir þarfir sjúklinganna og flæði þeirra,“ segir hún.

Boðleiðunum frá forstjóra til deildarstjóra verður fækkað úr fjórum þrepum í þrjú. Með því að leggja niður störf sviðsstjóranna verður í raun fjölgað í framkvæmdastjórn spítalans þar sem nýir sviðsstjórar fá titil framkvæmdastjóra. Í dag eru fimm í framkvæmdastjórn en eftir breytingarnar verða 10-12 manns með stöður framkvæmdastjóra.

Undirbúningur fyrir þessar breytingar hefur staðið yfir um nokkurt skeið innan spítalans. Að sögn Huldu var ákveðið að bíða með þær þar til hún kæmi til starfa við spítalann. „Ég frestaði þessu síðan aðeins meira því ég vildi sjálf kynnast spítalanum og starfsfólkinu betur, hver væru verkefnin næstu árin og hver væru vandamálin.“

- Auglýsing-

Markmiðið með breyttu skipuriti er að hafa spítalann meira opinn og gegnsæjan, segir Hulda. Aðalmarkmiðið er að hafa framkvæmdastjórn sem getur náð þeim árangri sem hún vonast eftir næstu fimm árin.

Hulda segir það ekki hafa verið yfirlýst markmið að spara launakostnað með nýju skipuriti. Það sé hins vegar ein afleiðing breytinganna þegar yfirmönnum fækkar. Ekki standi til að segja fólki upp störfum samfara þessu.

Hulda útilokar svo ekki frekari breytingar á störfum yfirlækna og deildarstjóra. Verksvið þeirra starfa verði gerð skýrari og markvissari, með þeim megintilgangi að hafa styttri boðleiðir.

Tillögur forstjóra voru kynntar yfirmönnum spítalans á fundi í síðustu viku. Áður höfðu fyrstu drög verið tekin til umfjöllunar í vinnuhópum á fjölmennum stjórnendafundi á spítalanum í byrjun ársins.

Umsagnir hafa borist m.a. frá læknaráði og hjúkrunarráði og mun lokavinnan við skipuritið fara fram í næstu viku. Í kjölfarið verða breytingarnar kynntar fyrir heilbrigðisráðherra en hann þarf lögum samkvæmt að staðfesta nýtt skipurit. Bæði fyrrverandi og núverandi ráðherra hafa verið upplýstir um málið.

Krafa um heilbrigðismenntun

Spurð hvaða kröfur verði gerðar til nýrra framkvæmdastjóra segir Hulda að ekki sé búið að útbúa endanlega starfslýsingu. Þó sé alveg ljóst að gerð verði krafa um heilbrigðismenntun og reynslu af stjórnun, sem og árangur í starfi sem stjórnandi. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem gegna t.d. stöðum sviðsstjóra í dag geti sótt um.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

- Auglýsing -

www.mbl.is 13.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-