-Auglýsing-

Leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni

COVID-19. Mynd: Shutterstock

Gripið hefur verið til margvíslegra varúðarráðstafana að undanförnu til að hefta útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar hér á landi. Veirunnar varð fyrst vart í Kína í lok desember síðastliðnum og varð þar að faraldri. Síðan hefur hún breiðst nokkuð hratt til annarra landa og hér á landi hefur greinst smit hjá nokkrum einstaklingum sem allir höfðu verið í útlöndum.  

Einkenni þeirra sem veikjast í kjölfar smits líkjast helst inflúensusýkingu, þ.e. hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Flestir sem smitast finna aðeins fyrir vægum einkennum og jafna sig fljótt. Ekki verður þó horft fram hjá því að veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í verstu tilfellum reynst lífshættuleg. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir leggist á eitt til að hefta útbreiðslu og fylgi í einu og öllu leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir. 

-Auglýsing-

Heilbrigðisyfirvöld beita margvíslegum leiðum til að koma upplýsingum og leiðbeiningum til almennings á framfæri sem víðast. Með þessu bréfi er óskað eftir liðsinni ykkar sem það fáið við að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við félagsmenn ykkar og skjólstæðinga: 

·         Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snertingu við augu, nef og munn. 

·         Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða. 

·         Forðast náið samneyti við einstaklinga með hósta og almenn kvefeinkenni. 

- Auglýsing-

·         Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðahúna. 

·         Sleppa handaböndum og faðmlögum og heilsa fremur með brosi.  

Meðfylgjandi er einnig leiðbeiningar á veggspjaldi sem má prenta út og hengja upp.

Ef einstaklingur finnur fyrir veikindum og óttast að um smit af völdum kórónaveiru sé að ræða á hann að hringja í símanúmerið 1700 til að fá nánari upplýsingar. Ekki mæta á bráðamóttöku eða á heilsugæslustöð nema að fengnum ráðleggingum í síma. 

Á vef embættis landlæknis www.landlaeknir.is eru birtar ítarlegar leiðbeiningar til almennings og nýjustu upplýsingar af kórónaveirunni eftir því sem þörf krefur. 

Samhæfingarstöð almannavarna

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-