Fræðsla er afar mikilvæg þegar kemur að viðbrögðum við COVID-19. Það er ekki ástæða til að láta óttann ná tökum á sér en á sama tíma skiptir máli að vita hvernig á að bregðast við og hvernig skal haga sér í samfélagi manna til að forðast smit.
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan er fræðsla fyrir almenning og atvinnulífið um kórónaveiruna COVID-19. Fjallað um helstu smitleiðir og öflugar varnir gegn smiti. Viðtal við Ásu Atladóttur, verkefnastjóra sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Myndskeiðið er samstarfsverkefni Landspítalans og embættis landlæknis.
-Auglýsing-
Ég hvet fólk til að skoða þetta því skilaboðin eru vel fram sett og auðskilin.
-Auglýsing-