-Auglýsing-

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti

COVID-19. Mynd: Shutterstock

Við mælum með því að þeir sem eru með undirliggjandi sjúkóma eins og hjarta og æðasjúkdóma kynni sér vel efnið með leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu á tenglinum hér fyrir neðan. Leiððbeiningunum er beint til þeirra sem eru með undirliggjandi áhættuþætti.

Á blaðamannafundi almannavarna voru kynntar aðgerðir sem nú eru að fara í gang vegna kór­ónu­veiru sem beina sjón­um að viðkvæm­ustu hóp­un­um í þeim til­gangi að koma í veg fyr­ir að þeir smit­ist. Er þá aðallega um að ræða eldra fólk og þá sem eru með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Svo virðist sem lík­urn­ar á því að veikj­ast al­var­lega af COVID-19 af völd­um kór­ónu­veiru auk­ist upp úr fimm­tugu.

Ekki er vitað ná­kvæm­lega hversu mikið auk­in hætt­an er ef und­ir­liggj­andi vanda­mál eru til staðar, en fólk sem þjá­ist af eft­ir­far­andi sjúk­dóm­um virðist vera í meiri hættu en aðrir á að veikj­ast al­var­lega: hár blóðþrýst­ing­ur/​hjarta­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki, lang­vinn lungna­teppa, lang­vinn nýrna­bil­un og krabba­mein. Þá virðast ein­stak­ling­ar sem reykja vera í auk­inni hættu á al­var­leg­um sjúk­dómi en ekki er hægt að úti­loka að þar sé í raun lang­vinn lungna­teppa und­ir­liggj­andi vanda­mál sem eyk­ur al­var­leika sjúk­dóms­ins. Á þess­ari stundu er hins veg­ar óvíst hvort ónæm­is­bæl­andi meðferð (s.s. ster­ar, met­hotrexa­te eða líf­tækni­lyf) auki lík­ur á al­var­legri kór­ónu­veiru­sýk­ingu.

Hér má lesa leiðbeiningarnar í heild sinni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-