-Auglýsing-

Landspítalinn rekinn með 52 milljóna tekjuafgangi

Landspítalinn var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 að því er kemur fram í bráðabirgðauppgjöri spítalans sem nú liggur fyrir.

Heildarvelta Landspítala í fyrra var 40,1 milljarður króna og þar af nam rekstrarframlag ríkissjóðs 33,1 milljarði. Ekki var um að ræða viðbótarfjárframlag til spítalans í fjáraukalögum fyrir árið 2010, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum.

-Auglýsing-

Tekjuafgangur upp á 52 milljónir er ríflega 0,1% af heildarveltu.

Stærsti einstaki útgjaldaliður ársins var launagjöld upp á 25,5 milljarða sem er 1,2 milljörðum lægri en árið 2009.

  • Starfmönnum fækkaði um 200 árið 2010.  Þeim hefur fækkað um samtals 670 frá ársbyrjun 2009.
  • Lyfjakostnaður lækkaði um 12% árið 2010 eða 170 milljónir króna.
  • Rannsóknum (myndgreining, blóðrannsóknir og ræktanir)  fækkaði um 17% frá árinu 2009.
  • Fæðingum fækkaði um 2% og voru 3.420, samanborið við 3.500 árið 2009.
  • júklingar sem leituðu á bráðamóttökur spítalans voru 91.482 sem er 3% fækkun frá fyrra ári.
  • Meðallegutími sjúklings styttist úr 6,9 dögum í 6,7 daga.

    „Á árinu 2010 var LSH gert að lækka kostnað sinn um 3.400 milljónir króna. Það tókst með mikilli vinnu, eljusemi og fagmennsku starfsmanna. Þjónusta spítalans hefur breyst nokkuð á þessu ári en við höfum á sama tíma náð að standa vörð um öryggi sjúklinga. Þessi mikli árangur hefði aldrei náðst nema með framúrskarandi dugnaði og samheldni starfsfólks,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, í tilkynningu.

    www.mbl.is 20.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-