-Auglýsing-

Landspítali: Á sér ekki bjarta framtíð samkvæmt könnun

LSH 067Það er vægt til orða tekið að könnun sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sé sláandi en fjallað var um málið í Kastljósi í gærkvöldi.

Ljóst er að framtíð Landspítala og heilbrigðiskerfisins í heild sinni er ekki björt samkvæmt könnunni.

Í könnunni kemur fram að 7,8% þeirra sem ljúka munu læknanámi frá Háskóla Íslands næstu tvö ár sjá Landspítalann fyrir sér sem sinn framtíðarvinnustað.

Þátt tóku nemar í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og lífeinda- og geislafræði spurðir um viðhorf sín til heilbrigðismála og framtíðaráætlanir.

Ásdís Anna Björnsdóttir, formaður sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs segir málið alvarlegt. Nemendur vilji vinna á Íslandi en fyrst þurfi að gera róttækar breytingar.

Í könnuninni kemur fram að 8% hafa jákvæð viðhorf til heilbrigðismála hér á landi og lítill hluti telur aðstöðu inni á spítalanum við hæfi.

- Auglýsing-

Það er því ljóst að það duga engar smáskammtalækningar til að rétta við hallan á heilbrigðiskerfinu og reisa langveikan Landspítala úr rekkju.

Hér má sjá umfjöllun Kastljóss um málið

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-