-Auglýsing-

Lágkolvetnamataræði er best fyrir þá sem þjást af offitu samkvæmt Sænskum sérfræðingum

LágkolvetnasalatFyrir sex mánuðum síðan skrifaði ég blogg sem ég kallaði Lágkolvetnamataræði og hjartasjúkdómar. Við hvað erum við hrædd? Þetta skrifar Axel F. Sigurðsson hjartalæknir í nýjasta pistli sínum á vefsíðu sinni docsopinion.com.

Niðurstaðan sem Axel komst að í fyrri pistli sínum var sú að hann hlakkaði til þess dags þegar lágkolvetnamataræði yrði viðurkennt af fulltrúum opinberrar lýðheilsu og læknasamtaka sem meðferð við offitu, efnaskiptavillu og sykursýki 2.

Í nýjum pistli á vefsíðu sinni segir Axel frá því að þessi dagur hafi komið fyrr en hann hefði haft trú á um leið og hann greinir frá því að sænsk yfirvöld SBU (Swedish Council on Health Technology Assessment) hefðu á dögunum gefið út skýrslu um málið.

SBU er er hópur sérfræðinga sem tilnefndur er af Sænskum yfirvöldum, en hlutverk þeirra er að endurskoða og uppfræða heilbrigðisstarfsfólk um bestu fáanlegu greiningar og meðferðarúrræði fyrir hina ýmsu sjúkdóma.

Aðferðarfræði þeirra byggist á kerfisbundinni yfirferð á læknisfræðilegum gögnum (systematic reviews). Aðferð stofnunarinnar er stöðluð og margreind og þetta hafa Svíarnir framkvæmt frá árinu 1987 og telja sig vera með eina bestu heilsufarslegu matsstofnun í heiminum.

Axel segir frá því að í skýrslunni birti þeir niðurstöður rannsókna sinna um mismunandi megrunaraðferðir til að meðhöndla offitu. Skoðaðar voru rannsóknir þar sem um var að ræða fólk sem var með BMI yfir 30, sem er almennt skilgreint sem offita. Farið var í saumana á 16.000 útgefnum rannsóknum.

- Auglýsing-

Lágkolvetnamataræði best fyrir offitu

Í stuttu máli komst SBU að því að til skamms tíma (sex mánuðir eða minna), er mataræði með fókus á í meðallagi eða miklar hömlur á kolvetnum að skila meiri árangri í vigtartapi en mataræði þar sem fókusinn er á lágfitumataræði.

Til lengri tíma litið er engin munur á vigtartapi á milli lágkolvetna-mataræðis, lágfitu-matararæðis, hápróteina-mataræðis, Miðjarðarhafs-mataræðis, Lág-GI mataræðis eða mataræðis sem er ríkt af einómettuðum fitusýrum.

Ráðleggingar um meiri neyslu á mjólkurvörum (sérstaklega mjólk) eða minnkun á magni sykraðra drykkjarvara geta einnig verið hvati á vigtartapið.

Í stuttu máli var niðurstaða Sænsku sérfræðinganna sú að tiltækar vísindalegar rannsóknir styðji ekki að mataræði með meðal eða mikla skerðingu á kolvetnum auki líkur á hjartasjúkdómum.

Ennfremur að áhættan er ekki meiri þegar um er að ræða lágkolvetnamataræði sem innheldur mikið af mettuðum fitusýrum.

Samt sem áður leggja þeir áherslu á að vegna skorts á áreiðanlegum rannsóknum væri rökrétt að takmarka magn mettaðra fitusýra undir þessum kringumstæðum.

„Það er ekki mögulegt að draga neinar ályktanir um sambandið milli lágkolvetnamataræðis –burtséð frá fituinnihaldinu- og hjarta og æðasjúkdóma. Hér myndum við mæla með varúðarreglunni og mæla með einhverjum takmörkunum á mettaðri fitu, á meðan gögn um langtíma-áhrif eru ófullnægjandi.“

- Auglýsing -

Jónas Lindblom, sem leiddi sérfræðingahópinn sem skrifaði skýrsluna segir að niðurstöðurnar ættu að hvetja heilbrigðisstarfsfólk til að benda einstaklingum með offituvandamál á áhrif lágkolvetnamataræðis.

„Við fundum engan vísindaleg gögn sem styðja að takmarkanir á kolvetnum auki áhættuna á hjarta og æðasjúkdómum eða hækki dánartíðni“, segir Lindblom.

Í skýrslu SBU kemur einnig fram að lágkolvetnamataræði leiði til lægri blóðsykurs en lágfitumataræði meðal einstaklinga sem glíma við offitu og sykursýki.

Jafnframt segir Axel í umfjöllun sinni um Sænsku skýrsluna að heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð séu meðal þeirra fyrstu í heiminum að viðurkenna þá miklu möguleika sem takmarkanir á kolvetnum eru í meðferð sjúkdóma eins og offitu, efnaskiptavillu og sykursýki 2.

„Ég vona að þetta sé aðeins upphafið og heilbrigðisyfirvöld annarsstaðar fylgi í fótspor þeirra,“ segir Axel.

Hér má sjá pistil Axels í heild sinni á docsopinion.com

Tengt efni:

Low carb diets and heart disease – What are we afraid of?

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-