-Auglýsing-

Neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu

LæknirÞað er ömurlegt til þess að vita að á Íslandi sé hópur fólks sem neitar sér um nauðsynlega læknisþjónustu samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2011. Þetta er svartur blettur á Íslensku samfélagi og skömm í hattinn hjá Íslenskum stjórnmálamönnum en frá þessu er greint á eyjunni.is.

Tæplega 7 prósent lágtekjufólks á Íslandi þurfti að neita sér um nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar árið 2011. Þetta er mun hærra hlutfall en í ríkjum Evrópusambandsins og stendur Ísland langt að baki Norðurlandaþjóðunum hvað þetta varðar.

Þetta kemur fram í gögnum Eurostat sem Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði,birtir á Eyjunni.

Í gögnunum kemur fram að 6,8 prósent lágtekjufólks, þeirra sem eru í hópi 20 prósent tekjulægstu heimilanna, neituðu sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar. Til samanburðar var hlutfallið aðeins 0,1 prósent í Finnlandi, 0,3 í Danmörku , 0,6 í Noregi og 1,1 prósent í Svíþjóð. Meðaltalshlutfall í ríkjum ESB er 4,8 prósent.

Aðeins í fimm löndum Evrópu er ástandið verra en á Íslandi – Lettlandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Ítalíu og Grikklandi. Á eftir Íslandi í 6. sæti listans koma Pólland, Kýpur, Ungverjaland og Króatía.

Heimild: Eurostat/Stefán Ólafsson

- Auglýsing-

Heimild: Eurostat/Stefán Ólafsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-