-Auglýsing-

Læknisfræðileg sjónarmið þurfa meira vægi

„ÞAÐ eru mikil tímamót fram undan, enda á að ráða nýjan forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga frá og með haustinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, en haldinn var fjölmennur, opinn fundur í læknaráði sl. laugardag.

Spurður um tilefni fundarins segir Þorbjörn ljóst að læknar og læknaráð spítalans vilji vera í fararbroddi í umræðunni um spítalann og breytingar. „Þannig var tilefni fundarins þær breytingar sem orðið hafa á Landspítalanum og í heilbrigðiskerfinu síðasta árið, bæði kerfis- og mannabreytingar,“ segir Þorbjörn og bendir í því samhengi á að skipaðar hafi verið þrjár nýjar nefndir til að fjalla um málefni tengd Landspítalanum, en ein þeirra heitir Nefnd um málefni Landspítalans undir stjórn Vilhjálms Egilssonar sem fjalla eigi um málefni spítalans, athuga hvað falli undir kjarnastarfsemi hans og fjalla um skipulagsmál.

Að sögn Þorbjörns hafa læknar og læknaráðið áhyggjur af því að stjórnkerfi Landspítalans hefur þanist út. „Við teljum læknisfræðileg sjónarmið ekki hafa verið nægilega ráðandi. Við teljum afar mikilvægt að þegar gerðar verði breytingar á stjórnkerfinu verði vægi læknisfræðilegra sjónarmiða meira. Landspítalinn er lækningastofnun og við teljum eðlilegt, með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi, að læknisfræðileg sjónarmið séu þar í fararbroddi og engir þekkja þau betur en læknar,“ segir Þorbjörn.

Aðspurður segir Þorbjörn flesta lækna bjartsýna á að þær breytingar á stjórnkerfi Landspítalans sem séu í farvatninu verði til bóta miðað við það sem nú er. Segist hann vonast til þess að breytingarnar skili sér m.a. í því að stjórnkerfið verði skilvirkara, einfaldara, léttara og boðleiðir styttri.

Í hnotskurn

» Vel yfir hundrað manns mættu á opinn læknaráðsfund sl. laugardag.
» Meðal frummælenda voru Björn Flygenring, hjartalæknir við Minnesota Heart Clinic, og Guðjón Magnússon læknir og próf. við lýðheilsudeild HR.

Morgunblaðið 21.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-