-Auglýsing-

Læknar berjast gegn transfitusýrum

Læknafélag Íslands skorar á Alþingi að grípa til ódýrustu forvarna sem unnt sé að grípa til gegn hjarta-og æðasjúkdómum, það er að takmarka með lagasetningu transfitusýrur í matvælum.
Áskorun til Alþingis Íslendinga var samþykkt á aðalfundi Læknafélags Íslands í vikulokin þess efnis að Alþingi samþykki nú þegar þingsályktunartillögu um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Það sé einhver ódýrasta forvörn sem hægt sé að grípa til gegn hjarta- og æðasjúkdómum.

Í ályktun Læknafélagsins segir að neysla transfitusýra í matvælum auki tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega. Í hertri fitu eins og smjörlíki geti verið mikið af transfitusýrum og tiltölulega lítil dagleg neysla geti aukið tíðni æðasjúkdóma um tugi prósenta. Sýnt hafi verið fram á að 5 grömm af hertri fitu á dag, auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um 25%.

-Auglýsing-

Vísað er til þess að Danir hafi brugðist við þessum vanda með því að takmarka transfitusýrur í matvælum með lagasetningu árið 2003 og Sviss og Austurríki hafi gert það líka nýverið. Í Bandaríkjunum sé skylt að upplýsa um transfitusýruinnihald á umbúðum matvæla.

Á Íslandi hafi rannsóknir bent til að tilbúin matvæli innihaldi mikið af transfitusýrum, eða allt að 35 grömm hverjum í 100 grömmum. Í Danmörku séu einungis 0,4 grömm í hverjum hundrað grömmum af samskonar mat. Umrædd þingsályktunartillaga gerir ráð fyrir að leyfilegt hámark af transfitusýrum í matvælum verði 2 grömm í hverjum hundrað.

Læknafélagið segir mikilvægt að bregðast við þessum vanda hérlendis og að færa megi rök fyrir því að þetta sé með ódýrustu forvörnum í hjarta- og æðasjúkdómum sem unnt sé að grípa til.

www.ruv.is 24.10.2010

- Auglýsing-

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-