-Auglýsing-

Actavis enn kært í Bandaríkjunum

Móðir í bænum Conroe í Texas í Bandaríkjunum hefur kært Actavis í Bandaríkjunum og lyfjafyrirtækið Mylan Pharmaceuticals vegna dauða sonar hennar.
Kæran var lögð fram þann 15. október og þar segir að Actavis Totowa hafi vanrækt skyldur sínar sem lyfjaframleiðendur vegna lyfsins Digitek.

Móðirin,  Mozell Satcherwhite, segir í ákærunni  að framleiðendurnir hafi vitað að lyfið var gallað, en hafi haldið áfram að framleiða það í minni skammtastærðum.

Drengurinn fékk tvöfaldan skammt og það leiddi til dauða hans.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kemur upp varðandi þetta tiltekna lyf, en  á síðasta ári skiptu slíkar kærur hundruðum.

Lyfið var tekið af markaði árið 2008, þar sem talið var að hluti þeirri taflna sem framleiddar höfðu verið innihéldu tvöfalt meira magn af virku efni lyfsins en þær ættu að gera.

Frétt mbl.is um kærur á hendur vegna lyfsins frá desember 2009

- Auglýsing-

www.mbl.is 20.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-