-Auglýsing-

Umræða snúist um sjúklinginn

Umræða um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á að snúast um þjónustu við sjúklinginn en ekki um atvinnu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir yfirlæknir á Landspítalanum. Með því að reikna út lífsgæði og lífár sem sjúklingar öðlist á spítalanum komi í ljós ágóði en ekki eins sumir haldi að þar sé verið að eyða peningum.

Lækningar í kreppu hét erindi Bjarna Torfasonar á fjölmennum fundi læknaráðs í síðustu viku. Erindið byggði á þeim aðgerðum sem Bjarni gerði á einni viku í september. Við aðgerðirnir störfuðu tugir annarra starfsmanna Landspítala. Bjarni segir að þá hafi 9 sjúklingar farið í 13 aðgerðir. Fjórir af þessum 9 hefðu látist strax hefðu þeir ekki farið í aðgerð og einn hefði látist innan 2ja ára.

Þetta voru afar stórar aðgerðir á fyrirbura, fjögurra daga gömlu barni, tveimur unglingum og fullorðnum með krabbameinæxli, sýkingu í hjartaloku, algera lungnabilun, lífshættuleg þrengsli í ósæð og svo framvegis. Bjarni segir að í erindi sýnu hafi hann sýnt fram á gríðarlega mikla framleiðlsu í lífsgæðavegnum lífárum sjúklinganna sem læknar væru að meðhöndla. Það skipti ótrúlegum upphæðum. Bjarni mældi þessa viku með viðurkenndri aðferð í heilsuhagfræði með því að vega lífsgæði og þau lífár sem eftir eru að frádregnum kostnaði við hverja aðgerð sem er um 2 milljónir. Miðað við upphæð sem miðað er við í Bandaríkjunum er áætlaður ágóði rúmur 1,1 milljarður en miðað við Svíþjóð 1,6 milljarður króna.

Bjarni þykir niðurskurðarumræðan nú á svolitlum villigötum og segir umræðuna eiga að snúast um þjónustu við sjúklinginn, þarfir hans og hvar hann sé best settur,  til þess að fá bestu meðferðina, sem völ væri á. Ekki eigi að blanda inn í þetta atvinnumöguleikum á hinum ýmsu stöðum á landinu.

www.ruv.is 18.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-