-Auglýsing-

Bann við transfitusýrum æskilegt

Danskur læknir segir að unnt væri að forða allt að þrjátíu dauðsföllum á ári fylgi Íslendingar fordæmi Dana og banni matvörur sem innihalda mikið af transfitusýrum.
Transfitusýrur eru oft í miklum mæli í djúpsteiktum mat. Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað lagt til að Íslendingar fylgdu fordæmi Dana og bönnuðu matvörur þar sem transfitusýrur eru meira en tvö prósent af fitunni í vörunni. Steen Stender hefur rannsakað áhrif transfitusýra á heilsuna en mikið er af þeim í skyndibitamat.

Hann bendir á að margir reiði sig á skyndibita vinnu sinnar vegna en það geti verið varasamt. Í dæmigerðri skyndibitamáltíð geti hæglega verið upp undir fjörutíu grömm af transfitu. Rannsóknir sýni að aðeins fimm grömm á dag auki hættuna á hjartasjúkdómum um 25%.

Margar tegundir örbylgjupopps innihalda einnig transfitu en þó alls ekki allar. Stender segist þó hafa fundið poka af örbylgjupoppi hér á landi sem innihélt um tólf grömm af transfitu. Það var hæsta hlutfall transfitu sem hann fann nokkursstaðar í heiminum en hann keypti samskonar popp poka í fimmtíu löndum og bar þá saman.

Sojaolía, hert að hluta, inniheldur einnig mjög oft transfitu að sögn Stender. Hann hvetur fólk til að lesa utan á umbúðirnar.

Dönsk stjórnvöld meta það svo að transfitusýrubannið komi í veg fyri um fjögur hundruð dauðsföll á ári þar á landi. Stender segir að miðað við það mætti reikna með að bann við transfitu myndi fyrirbyggja 20-30 dauðsföll á ári á Íslandi.

www.ruv.is 26.10.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-