-Auglýsing-

Kyrrsetulíferni hraðar á öldrun líkamans

LIFI maður kyrrsetulífi þá kann það að hraða á öldrun líkamans samkvæmt rannsókn sem greint var frá á vefmiðli BBCá döginum.

Rannsóknin, sem unnin var við King’s College í London, var gerð á 2.401 pari af tvíburum og sýndi hún að væri annar tvíburinn virkur og hreyfði sig mikið í frítíma sínum en hinn lifði kyrrsetulífi, þá virtist sá fyrrnefndi vera líffræðilega yngri en hinn. Fundu vísindamennirnir að svo nefndur telomer-hluti af erfðamengi líkamans, sem hefur það hlutverk að vernda litningana, minnkaði hraðar hjá þeim sem ekki hreyfðu sig. Er þetta talið geta falið í sér hraðari öldrun í frumum líkamans, enda eykst hættan á frumuskemmdum þegar litningana skortir vörn.

Áður hafa rannsóknir sýnt að mikil hreyfing dregur úr líkum á hjartasjúkdómum, sykursýki 2 og krabbameini. Nýja rannsóknin bendir þó til þess að hreyfingarleysi auki hins vegar ekki einungis líkur á þessum sjúkdómum, heldur hraði það einnig á öldrunarferlinu sjálfu.

„Þessi niðurstaða sendir sterk skilaboð sem læknar geta notað til að auglýsa þá vörn gegn öldrun sem regluleg hreyfing felur í sér,“ sagði í yfirlýsingu sem vísindamennirnir sendu frá sér.

Morgunblaðið 11.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-