-Auglýsing-

Bjargaði eiginkonu í hjartastoppi

Rauði kross Íslands hefur valið feðgana Sveinbjörn Grétarsson og Tómas Sveinbjörnsson sem Skyndihjálparmenn ársins 2007 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu.  Sveinbjörn og Tómas tóku við viðurkenningu Rauða krossins í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í dag.

Kona Sveinbjörns, Guðrún Hauksdóttir, hafði fundið fyrir slappleika en ekkert óeðlilegt greinst við læknisskoðun. Seint að kvöldi 26. september var hún að horfa á sjónvarpið þegar Sveinbjörn verður þess var að hún er eins og í krampakasti og hryglir í henni. Hann gerði sér umsvifalaust grein fyrir að hún var meðvitundarlaus, hringdi í Neyðarlínuna og hóf endurlífgun.

Vitandi að það getur tekið langan tíma fyrir sjúkrabíl að keyra upp á Kjalarnes þar sem þau búa, sendi hann Tómas 6 ára son sinn til að sækja nágranna þeirra, Þórð Bogason, sem unnið hefur í slökkviliði og sjúkraflutningum í fjöldamörg ár. Tilviljun ein réði því að Þórður var heima, og aðstoðaði hann Sveinbjörn við endurlífgunina.

Þórður kallaði einnig til björgunarsveitina Kjöl, sem kom með súrefni á staðinn áður en sjúkrabíllinn kom og læknishjálp barst. Guðrún hefur náð sér ótrúlega vel af veikindunum.

Þetta er í sjöunda sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Viðurkenninguna hlýtur sá einstaklingur sem hefur á árinu veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt. Tilgangur tilnefningarinnar er ekki síður að hvetja aðra til að læra skyndihjálp og vera þar af leiðandi hæfari til að veita aðstoð á vettvangi slysa og áfalla. Auk viðurkenningarinnar hlýtur Skyndihjálparmaðurinn gjöf frá N1 sem hefur verið samstarfsaðili Rauða krossins um útbreiðslu skyndihjálpar síðastliðin þrjú ár.

www.mbl.is 11.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-