-Auglýsing-

Kvennadeild – Hjartaheilla – GoRed

Í kjölfar GoRed dagsins þann 22. febrúar kom fram sterkur vilji að stofnuð yrði sérstök kvennahreyfing innan Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, eins og fram hefur komið áður. Ákveðið var að boða til fundar um málið og hittast þann 5. maí til skrafs og ráðagerða. Undirbúningur Hjartaverndar og nefndar þeirrar er kölluð var saman vann mikla undirbúningsvinnu fyrir GoRed daginn og var fjölmenni mikið á þeim kynningarfundi sem boðað var til í Ráðhúsinu í Reykjavík og tókst með miklum ágætum.

Þann 5. maí hittist áhugafólk um stofnun sérstakrar kvennadeildar innan Hjartaheilla og hófst fundurinn með ávarpi formanns Hjartaheilla, Guðmundar Bjarnasonar. Reifaði hann í stuttu máli starf Hjartaheilla og verkefni þeirra undanfarinna ára og bauð gesti velkomna. Lýsti hann sérstökum áhuga Hjartaheilla fyrir stofnun slíkrar deildar sem hefði eins konar sérverkefni innan samtakanna þar sem ljóst þykir að málefnum hjartveikra kvenna hefur ekki verið sýndur sá skilningur sem þau eiga skilið. Sá hann fyrir sér öflugan hóp kvenna sem gæti sinnt forvarnar- og fræðsluverkefnum sem sneri sérstaklega að málefnum kvenna og bauð gestum til góðrar samvinnu innan landssamtaka hjartaheilla og hlutdeild í aðstöðu sem þau hafa í húsakynnum SÍBS.

Bylgja Valtýsdóttir, upplýsingafulltrúi Hjartaverndar, lýsti undirbúningi að GoRed-deginum og vara forvitnilegt að heyra hve starfsmenn margra stofnana og fyrirtækja hefðu tekið málaleitan þeirra vel og ennfremur hve margar konur hlutfallslega fá hjarta- og æðasjúkdóma, en aðeins um 20% rannsókna á þeim sjúkdómum snúast eingöngu um áhættuþætti meðal kvenna og framgang sjúkdómanna. Taldi hún afar mikilvægt að gefa málefnum kvenna meiri gaum en hingað til og löngu kominn tími til að sinna þeim af mikill kostgæfni og elju.


Inga Valborg Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild kransæðasjúklinga, lýsti í stuttu máli starfi deildarinnar og þeirrar reynslu sem hún hafði af vinnu með hjartasjúklingum og þá einkum meðal kvenna. Lagði hún sérsatka áherslu á hve mikilvægt það væri fyrir konur eins og karlmenn að hafa vettvang þar sem þær gætu hist til að ræða málefni sín og sérstöðu á margan hátt og til að styðja hverjar aðra í baráttu við oft illvígan sjúkdóm og afleiðingar hans. Taldi hún mikla þörf á slíkri deild sem gæti með sínum hætti eflt enn og styrkt forvarnar- og fræðslustarf sem unnið væri fram til þessa.

Í lok fundarins var ákveðið að hittast áfram til að skipuleggja betur framhaldsstofnun samtaka kvenna sem yrði auglýstur sérstaklega og bauð framkvæmdarstjóri samtakanna, Ásgeir Þór Árnason, allar konur velkomnar til samstarfs og tók undir þau orð formanns að þær hefðu aðgang að starfsaðstöðu samtakanna og hlakkaði hann ásamt samstarfsmanni sínum, Guðrúnu Bergmann Franzdóttur, til samvinnu um ókomna tíma.

www.hjartaheill.is 06.05.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-