-Auglýsing-

Þjónusta skert og öryggi ógnað

Fyrirhuguð sameining á bráðamóttökum Landspítala mun að öllum líkindum leiða til skertrar þjónustu við sjúklinga og stefna öryggi ákveðinna hópa þeirra í hættu.

Svo segir í ályktun hjúkrunarráðs spítalans vegna fyrirhugaðrar sameiningar á bráðamóttökunum. Stjórn hjúkrunarráðs lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þessara fyrirhuguðu breytinga og telur hætt við að þeim árangri sem náðst hefur í meðferð ákveðinna hópa sjúklinga sé ógnað, verði þær að veruleika.

-Auglýsing-

Í ályktuninni segir enn fremur að hópar fagfólks á Landspítala hafi nýverið unnið áhættumat vegna fyrirhugaðra breytinga. Niðurstöður allra hópanna voru að við sameininguna skapist mikill kostnaður sem leggist á önnur svið spítalans en slysa og bráðasvið ef tryggja á öryggi og viðhalda sömu þjónustu. Fjárhagslegur ávinningur af sameiningunni liggur því ekki fyrir.
Stjórn hjúkrunarráðs skorar á framkvæmdastjórn spítalans að endurskoða þessa ákvörðun.

Ekki náðist í Huldu Gunnlaugsdóttur forstjóra framkvæmdastjórnar spítalans við vinnslu fréttarinnar.

– jss

www.visir.is 04.05.2009 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-