-Auglýsing-

Koffín orkudrykkir auka álag á hjartað

OrkudrykkurOrkudrykkir pakkaðir af koffíni geta haft mikil áhrif á hjartað, aukið álagið á því og jafnvel breytt því hvernig það slær eða dregst saman en frá þessu var sagt á vef BBC í vikunni.

Hópur vísindamanna frá Háskólanum í Bonn í Þýskalandi myndaði hjörtu 17 einstaklinga klukkustund eftir að þeir höfðu drukkið orkudrykk.

-Auglýsing-

Rannsóknin sýndi meira álag á hjartað, samdrátturinn í hjartanu varð kraftmeiri eftir neyslu drykkjarins.

Vísindamennirnir greindu frá því á fundi röntgensérfræðinga í Bandaríkjunum að börn og fólk með ákveðinn heilsufarsleg vandræði eins og hjartsláttartruflanir, ættu að forðast slíka drykki.

Dr. Jonas Dorner, sem leiddi teymið sagði, „Hingað til höfum við ekki vitað nákvæmlega hvaða áhrif þessir orkudrykkir hafa á starfsemi hjartans.

Magn koffíns er allt að þrisvar sinnum meira í orkudrykkjum en í öðrum koffínríkum drykkjum eins og kaffi eða kóladrykkjum.

- Auglýsing-

Það eru margir aukaverkanir sem vitað er um í tengslum við mikið magn af koffíni, þar á meðal hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot, hækkun blóðþrýstings og í alvarlegustu tilvikum flog eða skyndidauði.“

Vísindamennirnir gáfu þátttakendum drykk sem innihélt 32mg á 100ml af koffíni og 400mg á 100ml af öðru efni, taurine.

Skammtímaáhrif

Þau sýndu að vinstri slegillinn -sem er hólfið í hjartanu sem dælir blóðinu um líkamann- var að dragast saman af meiri krafti klukkustund eftir að orkudrykkjarins var neytt heldur en áður en hann var drukkinn, eða við upphaf rannsóknarinnar.

Dr. Dorner bætti við „Við höfum sýnt fram á að orkudrykkjarneysla hefur til skamms tíma áhrif á samdráttarhæfni hjartans.

Við vitum ekki nákvæmlega hvort eða hvernig þessi aukna samdráttarhæfni hjartans hefur áhrif á daglegar athafnir eða frammistöðu í íþróttum.“

Áhrif á fólk með hjartasjúkdóma er einnig óþekkt.

Hinsvegar ráðleggur rannsóknarteymið að börn og fólk með óreglulegan hjartslátt forðist slíka drykki.

- Auglýsing -

Á mörgum stöðum í heiminum er auglýst sérstaklega að drykkirnir séu ekki ætlaðir börnum auk þess sem víða er varað við því að nota þá með áfegnum drykkjum, semsagt sem íblöndunarefni.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-