-Auglýsing-

Kinnear í hjáveituaðgerð

Joe Kinnear mun á næstu dögum gangast undir hjáveituaðgerð á hjarta samkvæmt heimildum fréttastofu BBC.

Kinnear fékk hjartaáfall fyrir tíu árum síðan og veiktist fyrir leik Newcastle og West Brom á laugardaginn. Kinnear er knattspyrnustjóri Newcastle.

Kinnear var knattspyrnustjóri Wimbledon þegar hann fékk hjartaáfallið og tók sér í kjölfarið frí frá knattspyrnu í nokkur ár.

Fyrst um sinn leit út fyrir að Kinnear yrði fljótur að jafna sig og að hann yrði mættur aftur til starfa síðar í mánuðinum. Samkvæmt þessu er hins vegar ljóst að hann snýr ekki aftur til starfa á þessu tímabili.

Chris Hughton, aðstoðarmaður Kinnear, hefur stýrt Newcastle síðan Kinnear veiktist og mun halda áfram að gera slíkt hið sama þar til annað kemur í ljóst.

Fyrr í mánuðinum greindi Kinnear frá því að honum stæði til boða tveggja ára samningur við Newcastle en hann sagði þá ekki ætla að skoða hann fyrr en í lok tímabilsins, þegar núverandi samningur hans rennur út.

- Auglýsing-

www.visir.is 11.02.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Fyrri grein
Næsta grein
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-