-Auglýsing-

GoRed fyrir konur

Sunnudaginn 22. febrúar kl. 13-16 verður opin dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem átaksverkefninu GoRed fyrir konur á Íslandi, verður ýtt úr vör.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið  miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Aukin vitund kvenna um áhættuþættina hefur einnig óbein áhrif á lífsstíl karla og ungmenna.

GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2006. Verndari átaksins á Íslandi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. 

 Af hverju GoRed

  • Konur og heilbrigðisfagfólk eru ekki meðvituð um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma.
  • Jafnmargar konur og karlar látast árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
  • Einkenni sjúkdómsins eru oftar óljósari hjá konum en körlum þannig að greiningarferli og áhættumat vegna hjarta- og æðasjúkdóma tefst oft.

Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma

  •  Aldur
  •  Reykingar
  •  Sykursýki
  •  Blóðfituröskun
  •  Háþrýstingur
  •  Ættarsaga um kransæðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum
  •  Ofþyngd (BMI > 25-30) sérstaklega aukin kviðfita;
  •  Offita (BMI>30)
  •  Hreyfingarleysi

 Einkenni hjarta- og heilaáfalla – Konur eru öðruvísi:
  Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:

  • Óútskýrðan slappleika eða þreytu
  • Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar
  • Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu

  Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:

- Auglýsing-
  • Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein
  • Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga
  • Verk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu
  • Stöðugan verk fyrir brjósti etv. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst tafarlausrar meðferðar

   Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni heilaáfalls:  

  • Öndunarerfiðleika
  • Ógleði og/eða uppköst
  • Bakverk og/eða verk í kjálka

    Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaáfalls:

  • Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans
  • Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja
  • Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum
  • Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu
  • Slæman höfuðverk af óþekktri orsök
  • Yfirlið eða meðvitundarleysi

Við vonumst til að þú sjáir þér fært að taka þátt í GoRed fyrir konur átakinu með okkur.

Ekki bíða til morguns – hugsaðu um hjartað þitt í dag!

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-