-Auglýsing-

Karlar haldi í karlhormónið

Lítið magn af karlhormóninu testósteróni getur aukið hættu á dauða meðal karlmanna eldri en fimmtíu ára. Rannsókn meðal átta hundruð karlmanna leiddi í ljós að þeir sem voru með tiltölulega lítið magn karlhormónsins höfðu 33% aukna áhættu á átján árum en þeir karlar, sem höfðu meira magn af hormóninu. Vísindamenn mæla þó ekki með því að karlar reyni að bæta sér upp testósterónið í töfluformi. Því gætu fylgt aukaverkanir og mæla þeir miklu fremur með að karlar haldi sér líkamlega virkum til að halda testósterón-magni hæfilegu.

Þátttakendur í rannsókninni voru á aldrinum 50-91 árs og hafa verið að taka þátt í krónískri rannsókn í Kaliforníu allt frá árinu áttunda áratugnum. Testósterón fæðir líkamann með sinki og fer þverrandi með hækkandi aldri sem aftur hefur þau áhrif að menn verða ekki eins virkir og áður. Rannsakendur segja að aukin hætta á dauða með minnkandi testósteróni var ekki hægt að skýra með reykingum, áfengisneyslu, ónógri hreyfingu eða öðrum sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdóma. Hinsvegar fundu rannsakendur það út að karlar með lágt testósterón voru þrisvar sinnum líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki en hinir sem voru með meira hormónamagn í sér. Að sögn Dr. Gail Laughlin, aðstoðarprófessors við Kaliforníu-háskóla í San Diego, eykst áhættan yfir langt tímabil, en margt bendir til að úr þessari áhættu megi draga með hollum lífsstíl, hreyfingu og kjörþyngd. Frá þessu var nýlega greint í vefmiðli BBC.

Morgunblaðið 08.06.2007
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-