-Auglýsing-

Kakóið hjartastyrkjandi

Einn venjulegur kakóbolli fyrir svefninn getur hjálpað til við að lækka blóðþrýstinginn á jafn áhrifaríkan hátt og lyfseðilsskyld lyf, að sögn sérfræðinga.

Matvæli, sem eru rík af kakói, til dæmis dökkt súkkulaði, virðast einnig hafa einkar góð áhrif á blóðrásina og minnka hættu á bæði hjartaáfalli og heilablóðfalli. Efasemdir eru hins vegar um að tedrykkja hafi sömu áhrif, að því er segir í nýlegri frétt á vefmiðli Times. Það voru sérfræðingar við háskólasjúkrahúsið í Köln í Þýskalandi sem gerðu kakó- og teprófanir á fólki með tilliti til heilsuáhrifa og komust að fyrrgreindum niðurstöðum um að kakóið væri hjartanu hollt og hefði mun jákvæðari áhrif en te fyrir svefninn.

Bandarísku læknasamtökin hafa greint frá þessum niðurstöðum í málgagni sínu Archives of Internal Medicine.

Morgunblaðið 24.04.2007

 

 

- Auglýsing-

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-