-Auglýsing-

Kaffi í góðu lagi fyrir hjartað

KaffiHófleg kaffidrykkja er í góðu lagi fyrir hjartað að því er fram kemur í rannsókn sem danskir gerðu á dögunum og niðurstöðurnar eru uppörvandi fyrir kaffiþyrsta.
Hjartasjúklingar eins og svo margar milljónir annarra elska kaffi. Þeir drekka það gjarnan svart og njóta þess heima hjá sér, en þetta eru helstu niðurstöður könnunarinnar um kaffineyslu, þekkingu og viðhorfi til þess, en rannsóknin var gerð á meðlimum dönsku hjartasamtakanna.

Þú getur í friði og ró haldið fast í þann vana þinn að vakna á morgnana, kveikja á kaffivélinni og njóta fyrsta kaffibollans þennan daginn. Annar bolli snemma dags gerir heldur ekkert til, ekki frekar en jafnvel enn annar eftir hádegið og jafnvel eitt tár seinnipartinn.

Hjartasjúklingar elska kaffi, sérstaklega uppáhellt í gegnum filterpoka og þeir drekka það gjarnan heima og á degi hverjum. Þetta sýnir könnun sem framkvæmd var af félagi kaffiframleiðenda í samvinnu við félag hjartasjúklinga í Danmörku.

Samkvæmt könnuninni drekka 87% meðlima félagsins kaffi og þeir drekka um 3 til 5 bolla á dag eins og aðrir í samfélaginu. Þessu geta þeir haldið áfram þrátt fyrir það að vera með hjartasjúkdóm. Kaffi er nefnilega ekki svo óhollt eins og áður var talið útskýrir prófessor Kjeld Hermansen, yfirlæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum. Hann er aðalhöfundur skýrslunnar „Kaffi, heilsa og sjúkdómar“ sem þekkingarráð um forvarnir gaf út árið 2012.

„Ef þú drekkur filter-kaffi í hófi, er ekki aukin hætta á þróir með þér hjartasjúkdóma, hækkaðan blóðþrýsting, blóðtappa eða blæðingar á heila. Nýrri rannsóknir benda jafnvel til þess að 3-4 bollar af kaffi á hverjum degi dragi úr hættu á blóðtöppum eða heilablæðingu um 10%“ segir Kjeld Hermansen.

Filter-kaffi er heilbrigðara val

- Auglýsing-

„Það er sem sagt engin ástæða fyrir hjartasjúklinga að halda aftur af sér og sleppa kaffinu ef það er filter kaffi“ leggur Prófessorinn áherslu á. Þegar hellt er uppá kaffi í gegnum filter þá síast nefnilega frá efnin cafestol og kahweol sem hefur verið sýnt fram á að hækki mælingu á heildar kólesteróli og vonda kólesterólinu í blóði fólks, og þar með auki það hættuna á hjartasjúkdómum. Út frá rannsóknum hafa menn núna góða þekkingu á virkni filter- kaffis á líkamann.

„Það er þörf á rannsóknum sem skoða betur nýrri tegundir kaffis eins og pressukaffi og expresso og hvaða áhrif þær tegundir hafa á líkamann. Við viljum einnig læra meira um hvernig erfðir og veikleikar okkar vegna erfða gera það að verkum að sumir eru í meiri hættu á að þróa með sér sjúkdóma ef þeir með ákveðnum lífsstílshegðunum, eins og t.d. kaffidrykkju, hafa áhrif á líkama sinn“, segir Kjeld Hermansen.

Varið ykkur á nýrri tegundum af kaffi

Neysluvenjur á kaffi hafa verið að breytast með tímanum og fólk er að drekka á kaffihúsum t.d. expresso, kaffi úr hylkjum og kaffi í pressukönnum. Könnunin sýndi að fimmti hver Dani drekkur í dag kaffi latte þegar þeir eru frá heimili sínu á meðan aðeins tíundi hver hjartasjúklingur gerir hið sama. Fyrir utan að nýrri kaffidrykkir geti hækkað kólesteról þá getur mjólkin og sykurinn líka verið til vandræða, segir Kirsten Sonne Pedersen, klínískur næringarfræðingur hjá ráðgjafadeild hjartafélagsins í Kaupmannahöfn.

„Margir bollar af nýrri kaffitegundunum á dag telja í kaloríu uppgjöri dagsins. Heppilegra væri að fá sér frekar einn bolla einstaka sinnum og þá með léttri mjólk“, segir Kirsten Sonne Pedersen.

Þennan boðskap hafi margir hjartasjúklingar tekið til sín enda sýndi könnunin að 64% þeirra sem drekka mjólk í kaffið sitt fá sér léttari útgáfu af mjólk. Aðeins 4% fá sér rjóma út í kaffið sitt en flestir hjartasjúklinga drekka kaffi sitt svart, eða heil 62% af þeim sem drekka kaffi.

Samkvæmt þessu er ágætt fyrir okkur hér á Íslandi að fá okkur uppáhelt kaffi upp á gamala mátan þegar skroppið er á kaffihús.

Þýtt af vef Dönsku hjartasamtakanna

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-