-Auglýsing-

Jákvæðar breytingar á blóðfitu 6 ára barna

Börn að leikMataræði sex ára íslenskra barna hefur þokast nær ráðleggingum um heilsusamlegt mataræði frá árinu 2001-2002. Þetta kemur fram í meistararitgerð Hafdísar Helgadóttur í næringarfræði sem er hluti af langtímarannsókn á mataræði ungbarna og barna á Íslandi og sagt er frá í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknin var gerð á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahús.

Sex ára börn í dag borða minna af mettuðum fitusýrum og trans fitusýrum og kolvetnin eru í hærra gæðaflokki en fyrir tíu árum. Jákvæðar breytingar á gæðum kolvetna endurspeglast í meiri neyslu af trefjum og minni neyslu á viðbættum sykri.

Þrátt fyrir að börn borði meira af ávöxtum og grænmeti og morgunkorni og neysla á gosdrykkjum og fituríkum mjólkurvörum hefur minnkað, þá ná þau ekki að uppfylla ráðlagt mataræði. Auka má enn frekar neyslu á ávöxtum og grænmeti, grófum kornvörum og minnka gos og sælgætisneyslu.

Jákvæðar breytingar hafa orðið á blóðfitu sex ára barna. Styrkur heildar og LDL kólesteróls hefur lækkað. Styrkur heildar kólesteróls og LDL kólesteróls eru meðal áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Ástæðan fyrir þessari lækkun er rakin til þess að börn borði betri fitu í dag en fyrir tíu árum. Þar af leiðandi er mikilvægt að stuðla að gæði fitu í mataræði barna, segir í niðurstöðum.

Markmið meistaraverkefnisins var að bera saman mataræði og blóðfitu sex ára íslenskra barna sem rannsökuð voru með tíu ára millibili, 2001-2002 og 2011-2012. Upplýsingar um mataræði og næringu barnanna fékkst með þriggja daga fæðuskráningu. Einnig var tekið blóðsýni hjá börnunum og blóðfita mældar.

- Auglýsing-

Breytingar á mataræði og blóðfitu barna er í samræmi við það sem sést hefur meðal fullorðinna, í Landskönnun á mataræði Íslendinga 2010-2011 og í rannsóknum á vegum Hjartaverndar.

Morgunblaðið 5. október 2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-