-Auglýsing-

Ítarlegir útreikningar um rekstrarsparnað Landspítala liggja fyrir

Vegna ummæla um að ekki liggi fyrir nægir hagkvæmniútreikningar til að hefja megi framkvæmdir fljótlega við 1. áfanga nýs Landspítala er rétt að árétta eftirfarandi:

Við endurskoðun og mótun núgildandi tillögu um nýbyggingu Landspítala í kjölfar efnahagshrunsins 2008 var leitað þeirrar leiðar sem yrði ódýrust fyrir ríkið í samanlögðum rekstrar- og stofnkostnaði spítalans til næstu 40 ára, núvirt.

Norskir sjúkrahússérfræðingar frá Momentum Arkitekter og Hospitalitet sem fengnir voru til verksins settu fram þrjá valkosti um stefnu til framtíðar og báru saman útgjöld og sparnað þeirra. Þeir eru:

Valkostur 0
Ráðast ekki í framkvæmdir við nýjan spítala, heldur reka LSH áfram í Fossvogi og á Hringbraut. Þessi valkostur kallar á nokkra fjárfestingu í húsnæði svo sem byggingu fyrir rannsóknastofur spítalans og ákveðna endurnýjun eldra húsnæðis.

Valkostur 1
Ráðast í þá framkvæmd sem unnið var með á árunum 2005 – 2008 og gerð frumathugun á.

Valkostur 2
Ráðast í byggingu sem er um helmingur af valkosti 1 en nægir til þess að flytja starfsemi úr Fossvogi, Ármúla og af Snorrabraut og sameina á Hringbrautarlóðinni.

- Auglýsing-

Samkvæmt úttekt norsku sérfræðinganna er valkostur 2 hagkvæmastur. Miðað við 6% ávöxtunarkröfu er hann hagkvæmari en valkostur 0 sem nemur 8 milljörðum króna að núvirði. Með lægri ávöxtunarkröfu verður valkostur 2 enn hagkvæmari.

Rekstrarsparnaður
Í skýrslu norsku sérfræðinganna er reiknað með 6% sparnaði við nýbyggingu Landspítala samkvæmt valkosti 2. Til samanburðar má nefna að Ernst&Young mat sparnað við nýbyggingu St. Olavs sjúkrahússins í Þrándheimi sem 7%, en þar er einungis verið að byggja nýtt hús í stað þess gamla. Á Landspítala er bæði verið að byggja nýtt hús og sameina starfsemi tveggja spítala. Telja verður því að matið um 6% sparnað sé varlega áætlað.

Áætlun um rekstrarsparnað Landspítala var unnin af starfsmönnum spítalans haustið 2008 og yfirfarin af norsku sjúkrahússérfræðingunum fyrrihluta ársins 2009. Áætlunin er mjög ítarleg og tilgreint nákvæmlega hvar viðkomandi sparnaður næst með fækkun starfsmanna, vakta eða öðru hagræði sem fylgir því að starfsemi spítalans er sameinuð á einum stað.

Sparnaðurinn skiptist niður á nokkra þætti í rekstri spítalans. Í valkosti 2, sem er hagstæðastur af valkostunum þremur, dreifist sparnaðurinn á eftirfarandi þætti:
Bráðakjarni Ekki þarf lengur að reka tvær deildir af hverri tegund, eina í Fossvogi og aðra á Hringbraut. Þetta tekur til skurðstofa, svæfingadeildar, gjörgæslu, rannsóknarstofa, myndgreiningarþjónustu og bráðamóttöku. Bæði er sparnaðurinn í mannahaldi og vöktum sem ekki er lengur þörf á tveimur stöðum o.fl. Sparnaður er áætlaður um 770 milljónir króna á ári.

Dreifð klínísk starfsemi Deildir spítalans er skiptar milli þessara tveggja staða með tilheyrandi óhagræði svo sem í rekstri endurhæfingar, mönnun, vöktum og ráðgjöf sérfræðinga milli húsa. Sparnaður er áætlaður um 260 milljónir á ári.

Dreifð stoðstarfsemi Klínísk starfsemi í tveimur húsum kallar á að stuðningur við hana sé í tveimur húsum. Þannig þarf tvö apótek, flutning sjúklinga milli húsa, flutning á starfsmönnum milli húsa, móttöku sjúklinga, vöktun, vöruflutninga, lagerhald, mötuneyti ofl. Sparnaður er áætlaður um 440 milljónir á ári.

Sýkingar Með einbýlum og bættum tæknilegum þáttum er talið að minnka megi spítalasýkingar um 10%. Spítalasýkingar eru mjög dýrar og íþyngjandi fyrir sjúklinga. Þetta er sambærileg minnkun sýkinga og gert er ráð fyrir í Þrándheimi. Sparnaður er áætlaður um 96 milljónir á ári.

Dag- og göngudeildarstarfsemi, sjúklingahótel Reiknað er með að breyta starfsemi Landspítala þannig að aukinn hluti sjúklinga sé á sjúklingahóteli og fái þjónustu á dag- og göngudeildum í stað legudeilda. Samanburður á legutíma á Landspítala og því sem gerist í nágrannalöndunum sýnir að enn má sækja töluverða hagræðingu með þessari breytingu. Þannig er stefna Landspítala að halda óbreyttum rúmafjölda en mæta aukinni eftirspurn vegna fjölgunar aldraðra og fólksfjölgunar á næstu 25 árum með sjúklingahóteli og aukinni þjónustu í dag- og göngudeildum. Sparnaður er áætlaður um 800 milljónir á ári.
Áætlaður rekstrarsparnaður á ári af sameiningunni er því alls 2.366 milljónir króna og er tekið fullt tillit til kostnaðar við viðhald og rekstur nýs húsnæðis í hagkvæmnismatinu.

- Auglýsing -

Þá er rétt að benda á að norsku sjúkrahússérfræðingarnir nefna í skýrslu sinni að ná megi umtalsvert meiri hagræðingu í rekstri Landspítala með því að nota tækifærið sem gefst með nýjum byggingum til þess að endurskipuleggja starfsemina á róttækan hátt. Að því er nú unnið.

Skýrsla norsku sérfræðinganna –apríl 2009 (pdf)
Núvirðisútreikningar með skýrslu norsku sérfræðinganna (pdf)
Minnisblað um hagræðingu (pdf)
Fréttatilkynning um niðurstöðu skýrslu norsku sérfræðinganna 21. apríl 2009

www.nyrspitali.is  27.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-