-Auglýsing-

Bjartsýnir karlmenn með sterkara hjarta

Samkvæmt nýrri rannsókn er hjarta bjartsýnisfólks sterkara en hjarta ólundarseggja. Í rannsókn hollenska sálfræðingsins Erik Gitay var ólíklegra að þeir sem lýstu sér sem afar jákvæðum einstaklingum fyrir áratug síðan væru látnir vegna hjartasjúkdóma eða af öðrum orsökum. Fyrir níu árum voru spurningalistar lagðir fyrir 999 einstaklinga á aldrinum 65–85 ára. Þá höfðu 397 af þátttakendum látist.

Meiri líkur voru á að þeir sem eftir lifðu hefðu lýst sér sem sem bjartsýnum einstaklingum. Þeir bjartsýnu voru 55 prósent ólíklegri til að hafa dáið af einhverjum ástæðum á tímabilinu og 23 prósent ólíklegri til að láta lífið vegna hjartasjúkdóma. Enn meiri munur mældist á lífslíkum bjartsýnna karlmanna og svartsýnna kynbræðra þeirra.

Gitay segist ekki vita ástæðuna. „Ein möguleg útskýring á því af hverju bjartsýni virðist hafa enn jákvæðari áhrif á karlmenn en konur gæti einfaldlega verið sú að fjöldi karlmanna sem lést á tímabilinu var meiri en fjöldi kvenna.“

Samkvæmt bandaríska National Heart, Lung and Blood Institute eru hjartasjúkdómar helsta banamein kvenna en tölur stofnunarinnar gefa til kynna að ein af hverjum þremur amerískum konum deyr vegna hjartasjúkdóma. Gitay segir bölsýnisfólk líklegra til að þróa með sér óhollan lífsstíl líkt og reykingar, ofát og of háan blóðþrýsting, sem dragi úr lífslíkum þeirra. Hann segir forvitnilegt að vita hvort bjartsýni hafi sömu kosti fyrir ungt fólk. Rannsókn hans birtist nóvemberhefti tímaritsins Archives of General Psychiatry.

www.dv.is 29.01.2011

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-