-Auglýsing-

Íslensku vefverðlaunin 2007 – Úrslit

1. febrúar voru Íslensku vefverðlaunin 2007 veitt á Hótel Sögu að lokinni vel heppnaðri vefráðstefnu SVEF. Yfir eitthundrað vefir voru tilnefndir til þátttöku og veitt voru verðlaun og viðurkenningar í alls átta flokkum.

Úrslitnin urðu þau að Midi.is var valinn besti íslenski vefurinn 2007 ásamt því að fá verðlaun fyrir besta útlit og viðmót. Aðrir vefir til að vinna verðlaun voru: icelandexpress.is var valinn besti sölu- og þjónustuvefurinn; glitnir.is var valinn besti fyrirtækjavefurinn; vedur.is fékk verðlaun sem besti vefur í almannaþjónustu; visir.is vann til verðlauna sem besti afþreytingarvefurinn; hjarta.net fékk sérstaka viðurkenningu í flokknum besti einstaklingsvefurinn og að lokum var hvaderimatinn.is valin í flokknum bjartasta vonin.

-Auglýsing-

SVEF vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem sendu inn tilnefningar vegna vefverðlaunanna 2007. Dómnefndin átti úr vöndu að velja þar sem mjög mótt var á munum í sumum flokkum. Stjórn SVEF kann dómnefndinni bestu þakkir fyrir vönduð og vel unnin störf.

 

Verðlaunavefir

Iceland Express

Umsögn dómnefndar:
Einn snyrtilegasti vefur landsins sem er bæði þægilegur á augað og auðveldur í notkun. Vefurinn er bæði þjónustu-og upplýsingagátt og má segja að hægt sé að finna fyrir góðri þjónustulund á vefnum. Þjónustan sem er í boði er auðleysanleg og gagnsæ og viðskiptavinum er aðstoðað vel áfram í næstu skref. Flóknir hlutir eru gerðir einfaldir. Vefurinn gefur fyrirheit um að viðskiptavinurinn sé ávallt í fyrirrúmi.

 
 
Glitnir

- Auglýsing-

Umsögn dómnefndar:
Styrkleiki vefsins felst í  frábærri samþættingu á tveimur meginhlutverkum fyrirtækjavefa sem mörg fyrirtæki gætu tekið sér til fyrirmyndar. Vefurinn gegnir lykilhlutverki í markaðsetningu fyrirtæksins, auk þess að vera framúrskarandi sölu- og þjónustuvefur með gríðarlegu framboði af sjálfsafgreiðsluleiðum. Strax og vefurinn fór í loftið í núverandi mynd eftir nafnaskipti fyrirtæksins fyrir tæpum tveimur árum, vakti hann verðskuldaða athygli fyrir fagmennsku og metnaðarfulla vefþróun og hafa vefstjórendur náð að halda þeim kyndli á lofti allar götur síðan.

Veður.is

Umsögn dómnefndar:
Sjaldan hefur sést jafn vel heppnuð breyting á vef. Allt er til sóma, viðmótið er vel hannað, nytsamlegt og aðgengilegt sem gerir öllum kleyft að skoða vefinn. Einnig er vefurinn mjög gagnvirkur og hægt að skoða allt það nýjasta tengt  veðurfari, mengun, jarðskjálftum og fleiru….besti vefur í almannaþjónustu er Vedur.is.

 

Vísir.is

Umsögn dómnefndar:
Vefurinn sem hlýtur verðlaunin Afþreyingarvefur ársins 2007 er í senn fræðandi, áhugaverður, yfirgripsmikill og vinsæll en hefur um leið mikið afþreyingargildi.  Vefurinn inniheldur allt sem góður afþreyingarvefur þarf að hafa, vel unnin texta, gott myndmál, útvarpsefni, sjónvarpsefni, sem og sí aukna aðkomu notenda, sem er eitt af því sem skiptir sífellt meira máli hjá framsæknum vefjum í dag. Vefurinn verður að teljast inni í daglegum rúnti íslenskra netverja enda einn af fjölsóttustu vefjum landsins. Vefurinn er einnig einn af eldri vefjum landsins þó svo að nafn hans sé miklum mun eldra og hefur tengst fjölmiðlun allt síðan 1910 þegar blað með sama nafni var stofnað af Einari Gunnarssyni.  Þetta er að sjálfsögðu Vísir.is 

 

midi.is

Umsögn dómnefndar:
Þessi vefur er bæði þægilegur og léttur og virkar hvetjandi á notendur. Mikið er um myndrænt efni en vefurinn er þó aldrei þungur í vöfum. Efni er vel skipulagt og ríkt af upplýsingum. Hönnun vefjarins er aðlaðandi en ekki yfirþyrmandi. Einnig er vefurinn í sífelldum vexti og leitar leiða til að auka þjónustu við notendur með ýmsum hætti. Vefurinn er notendavænn og einfaldur og skilar sínu markmiði ákaflega vel.

 

hjarta.net

- Auglýsing -

Umsögn dómnefndar:
Sérstaka viðurkenningu fyrir einstaklingsvef hlýtur www.hjarta.net.  Einsog veffangið gefur til kynna þá er hér um að ræða upplýsingavef um málefni er snerta þetta mikilvæga líffæri okkar.    
Hjarta.net fór í loftið í mars 2005 og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um allt sem viðkemur hjartasjúkdómum með það að markmiði að miðla upplýsingum til almennings, hjartasjúkra og aðstandenda þeirra.  Dómnefnd SVEF var hjartanlega sammála að slíkur vefur á heiður skilið.  

 

Hvað er í matinn.is

Umsögn dómnefndar:
Bjartasta vonin í ár er kærkomin okkur nútímafólkinu sem er þjakað af stressi og tímaskorti því öll þurfum við að nærast. Hugmyndin að baki vefsins er áhugaverð og gamanað sjá hvernig möguleikar vefsins til miðlunar og gagnvirni eru vel nýttir eins og skipulagningu matseðils með vali á helstu matartegundum og möguleika á að sjá klippur úr vinsælli sjónvarpsþáttaröð.  Bjartasta vonin í ár lumar á kræsilegum uppskriftum og svarar spurningunni: ,,Hvað er í matinn? ásamt fjölda annarra spurninga.

 

midi.is

Umsögn dómnefndar:
Vefurinn sem að þessu sinni hreppir verðlaunin “Besti íslenska vefsvæðið” ber merki um fagleg vinnubrögð, hefur þægilegan, heilsteyptan persónuleika og augljóst er að aðstandendur hugsa um hann af alúð og metnaði.  Bak við tjöldin er verið að samhæfa mörg misjöfn og oft flókin kerfi, en fyrir notendur er hann skýr og gegnsær. Hann einfaldlega virkar fyrir þau verkefni sem honum er ætlað að leysa. Vefurinn hefur þótt góður í nokkurn tíma en aðstandendum hefur tekist að halda ferskleika vefsvæðisins og er hann í stöðugri þróun.  Áhugaverðar nýjungar á árinu sem mætti nefna er aðlögun vefsins fyrir farsíma og möguleikinn á pappírslausum viðskiptum með MMS skilaboðum.  Þá hefur jafnt og þétt verið fjölgað samstarfsaðilum og aukið úrvalið sem þar er í boði. Á aðeins nokkrum árum er hann búinn að breyta kauphegðun Íslendinga þegar kemur að því að versla miða á tónleika, leiksýningar og aðra atburði hér á landi. Ef hann er borinn saman við erlenda vefi sem gera svipaða hluti er ljóst að hér er vefur sem skarar fram úr á heimsvísu.

 

Orðsending frá dómnefnd:
Varðandi stigagjöf þá er mikilvægt að taka fram að þeir dómarar sem á einhvern hátt tengdust þeim vefjum sem voru ofarlega í valinu eða voru skýrir samkeppnisaðilar, tóku hvorki þátt í umræðum um þá vefi né gáfu þeir þeim tiltekna vef stig eða höfðu áhrif á nokkurn hátt. Einkunnir voru ekki það eina sem við lögðum til grundvallar heldur einnig okkar reynsla og sérþekking. Ef vafatriði komu upp voru þau rædd. Mikilvægt er einnig að taka fram að ekki á nokkru stigi hafði stjórn SVEF á einhvern hátt áhrif á dómara eða val þeirra. Öll verðlaunasætin sem og tilnefningar voru ákveðin að vel ígrunduðu máli.

www.svef.is 03.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-