-Auglýsing-

Getur gerst hvar og hvenær sem er

Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur hjá Landspítalanum, og Sveinbjörn Brandsson, bæklunarlæknir, eru sammála um að hjartaeftirlitið sem fyrirhugað er að leikmenn hér á landi gangi í gegnum frá og með næsta ári sé mikið framfaraskref fyrir íslenska knattspyrnu.

Þórarinn og Sveinbjörn unnu tillögur fyrir KSÍ um hvernig haga mætti umræddri læknisskoðun hér á landi. Báðir störfuðu þeir áður í Svíþjóð, en þar í landi hefur mikil umræða átt sér stað um reglubundið hjartaeftirlit í íþróttastarfi undanfarin ár. Þórarinn segir að tillögurnar sem gerðar voru fyrir KSÍ feli í sér einfalt en fullnægjandi eftirlit og að þeir hafi meðal annars verið í sambandi við hjartalækna sænska knattspyrnusambandsins og handknattleikssambandsins þegar tillögurnar voru unnar. Auk þess voru reglur og ráðleggingar UEFA hafðar til hliðsjónar.

Getum greint flesta sem eru í hættu
“Svona læknisskoðun felur í sér viðtal og skoðun hjá hjartalækni auk hjartalínurits. Þá er farið nákvæmlega yfir einkenni leikmannsins, lyfjanotkun og ættarsaga hans er skoðuð. UEFA mælir einnig með hjartaómskoðun og áreynsluprófi árlega fyrir alla leikmenn í efstu deild og þá sem spila í Evrópukeppnum. Hugsanlega munu þeir í framtíðinni gera ófrávíkjanlega kröfu um slíkar rannsóknir. Við teljum hins vegar skynsamlegt í bili að byrja á að gera læknisskoðun og hjartalínurit hjá sem flestum, en að gera hjartaómun og ítarlegri rannsóknir aðeins hjá þeim sem frávik greinast hjá. Að gera hjartaómun einu sinni í upphafi ferils leikmanns í meistaraflokki gæti einnig borgað sig og er hugsanlegt næsta skref,” segir Þórarinn.

 Langalgengasta orsökin fyrir skyndidauða íþróttamanna er hjartavöðvasjúkdómar og meðfæddir hjartagallar og segir Þórarinn að merki um þá flesta sé hægt að greina með hjartalínuriti og læknisskoðun eins og þeir hafi lagt til. “Þannig getum við greint flesta sem eru í hættu og vísað viðkomandi í frekari rannsóknir og meðferð,” útskýrir Þórarinn.

Hann bætir við að það hljóti að koma sá tími að þessi mál verði skoðuð í öllum íþróttagreinum. “Það er því miður ekki svo að Ísland sé undanþegið þessum dauðsföllum. Þetta getur gerst hvar og hvenær sem er, í hvaða íþróttagrein sem er.”

Öll tilfelli eru skelfileg
Sveinbjörn segir að þótt að skoðunin kosti vissulega sitt þá telji hann þeim fjármunum vel varið. “Við getum ekki staðið í því að bíða eftir að eitthvað þessu líkt gerist hér á landi. Ef svona hjartaskoðun yrði til þess að komið yrði í veg fyrir ekki nema eitt dauðsfall, þá er tilgangnum náð. Hvert svona tilfelli, þar sem ungir og hraustir menn eru teknir frá okkur, er alveg skelfilegt. Svona missir verður aldrei metinn til fjár,” segir Sveinbjörn.

- Auglýsing-

Fréttablaðið 03.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-