-Auglýsing-

Inflúensan veturinn 2008–2009

Senn líður að þeim tíma þegar árleg inflúensubólusetning hefst, en miðað hefur verið við októberbyrjun. Gert er ráð fyrir að bóluefnin verði komin til landsins í lok september og geta heilbrigðisstofnanir og aðrir þar til bærir aðilar pantað bóluefni hjá dreifingaraðila nú þegar.

Frá þessu segir nánar í dreifibréfi frá sóttvarnalækni nr. 9/2008 sem sent var til heilsugæslustöðva, heimilislækna í Reykjavík, læknastofa, stofnana fyrir aldraða og fleiri aðila 25. ágúst síðastliðinn.

Sóttvarnalæknir mælist til þess að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Í ágústlok greindist eitt tilfelli inflúensu af B stofni hér á landi, eins og greint er frá í nýútkomnum Farsóttafréttum. Að svo stöddu er ekki hægt að fullyrða að þetta þýði að inflúensan sé snemma á ferðinni í ár. Venjulega líða nokkrar vikur frá því að inflúensa greinist fyrst þar til faraldur brýst út. En allur er varinn góður og því hvetur sóttvarnalæknir til þess að hefja bólusetningar um leið og bóluefni hefur borist til landsins.

Sóttvarnalæknir


www.landlaeknir.is 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-