-Auglýsing-

Óskalög sjúklinga?

Mál málanna þessa dagana er væntanlegt sjúkratryggingafrumvarp sem tekið verður til þriðju umræðu á Alþingi í dag. Sitt sýnist hverjum og margir athyglisverðir vinklar koma fram í umræðunni og undarlegar myndbirtingar skotið upp kollinum. Aðalatriðið sem margir virðast gleyma er að í upphafi sjúkratryggingafrumvarpsins er þess getið að það sé í samræmi við lögin um réttindi sjúklinga. Því miður hafa þau stundum gleymst í því kerfi sem við búum við núna eða jafnvel ekki virt.  

Á eyjunni.is bloggar Árni Helgason framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og hann ritar efirfarandi pistil um málið.

Þriðja og síðasta umræða um sjúkratryggingarfrumvarp heilbrigðisráðherra fer fram í þinginu í dag. Með þessu frumvarpi eru gerðar eðlilegar og tímabærar breytingar á heilbrigðisþjónustunni hér á landi sem ganga út á að styrkja kaupendahlutverk ríkisins í heilbrigðiskerfinu.

Ríkið hefur töluvert kaupendahlutverk nú þegar en með því að setja á fót Sjúkratryggingarstofnun verða þessi kaup framkvæmd á skipulagðari og betri hátt en hingað til. Þetta þýðir að stofnunin sér um að kaupa aðgerðir og þjónustu í heilbrigðiskerfinu og leitar að hagstæðasta kostinum, sem gæti verið hvort sem er hjá hinu opinbera eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum.

Hugmyndin er að ná fram betri þjónustu og betri nýtingu á opinberu fé, sem mikil sátt er um að sé varið til heilbrigðismála. Væntanlega geta flestir verið sammála um að það sé jafnmikilvægt að fá eins mikið fyrir peningana og hægt er.

Ég held að þær áhyggjur sem Ungir jafnaðarmenn hafa í ályktun sinni séu ástæðulausar. Þar er því haldið fram að réttarstaða einstaklinga sé ekki trygg ef þeir leita til sjálfstæðra aðila á sviði heilbrigðisþjónustu. Réttarstaða þeirra sjúklinga sem hafa leitað til sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu hefur hingað til verið talin trygg.

- Auglýsing-

Í frumvarpinu er auk þess tekið sérstaklega á þessu. Í 40. gr. segir: “Við samningsgerð skal hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi. Forsenda samningsgerðar er að fyrir liggi staðfesting landlæknis á því hvort rekstur eða fyrirhugaður rekstur heilbrigðisþjónustu uppfylli faglegar kröfur og önnur skilyrði í heilbrigðislöggjöf, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu og lög um landlækni.”

Og: “Við samningsgerð skal tryggja aðgengi sjúkratryggðra að þeirri heilbrigðisþjónustu sem samið er um óháð efnahag. Jafnframt skal leitast við að tryggja þjónustu við sjúkratryggða hvar á landinu sem þeir eru búsettir og að veitendur þjónustu gæti þess að sjúkratryggðir njóti jafnræðis.”

Þá er tekið fram í upphafi frumvarpsins að það sé í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, sem gilda auðvitað áfram.

Annars á Ögmundur Jónasson augljóslega málefnalegasta útspilið í þessari umræðu þegar hann photoshoppar mynd af Guðlaugi Þór og Gaddafi og birtir á heimasíðunni sinni. Myndin fylgir pistli þar sem hann líkir þeim tveimur saman…

http://arnihelga.eyjan.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-