-Auglýsing-

Kreppan góð heilsunni

ANDSTÆTT því sem flestir myndu áætla virðist samdráttur í efnahagslífinu geta haft góð áhrif á heilsufar þjóða. Það er vissulega þekkt að óstöðugur efnahagur elur af sér streitu sem getur haft ýmsa líkamlega fylgikvilla. Hins vegar sýnir rannsókn sem nýlega var gerð í Bandaríkjunum og 23 aðildarríkjum OECD að dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma er lægri á krepputímum. Sama á reyndar við um umferðar- og vinnuslys. Vísindamennirnir að baki rannsókninni skýra þetta svo að með verri fjárhag dragi fólk úr drykkju, reykingum og ofáti og stundi almennt heilbrigðara líferni þegar harðnar í ári. Fátt er því svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Morgunblaðið 04.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-