-Auglýsing-

Hugmyndir að hollu meðlæti

Grænmetis hjartaÞrátt fyrir að lang flestir séu sammála um að grænmeti sé hollt og gott vefst það stundum fyrir okkur að ná inn ráðlögðum skammti dag hvern. Okkur er ráðlagt að borða að lágmarki 500 g af grænmeti og ávöxtum á dag. Það er auðvelt að grípa með sér eitt epli eða skella banana í boostið, en við mættum satt að segja bæta okkur aðeins hvað grænmetið varðar.

Sem betur fer þarf það ekki að vera svo erfitt, við þurfum bara að muna eftir grænmetinu. Hér eru nokkrar hugmyndir:

* Bætum grænmeti útí boostið. Sem dæmi kemur vel út að nota grænkál, spínat, brokkolí, salat, spírur, rauðrófubita, gulrótarbita eða avókadó. Gott er að prufa sig áfram með magnið og hafa ávextina í hærra hlutfalli til að byrja með, á meðan bragðlaukarnir eru að venjast.

* Höfum ljúffengt salat í forrétt.

* Verum dugleg að prófa nýtt og fjölbreytt meðlæti með matnum. Því litríkara, því betra!

* Hafiði prófað að tileinka einn dag í viku grænmetisfæði? Eins og nafnið gefur til kynna eru margir grænmetisréttir stútfullir af grænmeti og svo er það gott fyrir umhverfið að draga örlítið úr kjötneyslu.

- Auglýsing-

Ég hvet ykkur sérstaklega til að vera dugleg að prófa ykkur áfram með meðlætið í eldhúsinu. Það eru til svo ótal margar ljúffengar uppskriftir í matreiðslubókum og á netinu og svo er um að gera að virkja hugmyndaflugið. Hér eru tvær uppskriftir að dásamlegu meðlæti til að koma ykkur í gang!

Gangi ykkur sem allra best
Sólskinskveðja
Solla ¨*•.¸¸☼

Mangó salsa

2 dl tómatar, skornir í litla teninga
2 dl þroskað mangó, skorið í litla teninga (hægt að nota frosið mangó)
1/2 dl rauð paprika, skorin í litla teninga
2 msk ferskur kóríander, smátt saxaður
1 msk rauðlaukur, smátt saxaður
1 msk ferskur basil, smátt saxaður
1 msk fersk minta, smátt söxuð
1 msk rifið hýði af límónu eða sítrónu (helst lífræn)
1 msk límónu eða sítrónu safi
1 msk smátt saxaður ferskur chili
1/2 tsk himalayasalt
nýmalaður svartur pipar

Aðferð:
Skerið allt í litla teninga og blandið saman í skál. Tilbúið!

Blómlegt brokkolí meðlæti

1 stk meðalstórt spergilkálshöfuð, skorið í passlega munnbita
1 stk agúrka, skorin í tvennt, kjarninn skafinn innanúr og síðan í þunnar sneiðar
2 stk avókadó, afhýdd, skorin í tvennt og í sneiðar
1/2 dl granateplakjarnar

Dressing:
1/2 dl góð kaldpressuð olía, t.d. jómfrúar ólífuolía
1 stk appelsína, afhýdd
1 stk límóna eða sítróna, afhýdd
rifinn börkur af límónu eða sítrónu (helst lífræn)
10 stk basillauf
1 msk hunang eða 3 döðlur
1-2 cm biti ferskur chili eða 1/4 tsk malaður
1/2 tsk sjávar- eða himalayasalt

- Auglýsing -

Aðferð:
allt hráefnið í dressinguna sett í blandara og blandað þar til kekkjalaust og silkimjúkt. Hellið dressingunni yfir spergilkálið og nuddið inn í kálið svo það mýkist, blandið restinni af uppskriftinni útí og hlakkið til að borða!

Þessi pistill er úr smiðju Sollu á Gló

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-