-Auglýsing-

Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi

Lax er ríkur af D-vítamíniSkortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku, en visir.is segir frá þessu.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir.

-Auglýsing-

Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns.

„Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ.

Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma.

Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“

- Auglýsing-

visir.is 17.06.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-