-Auglýsing-

Hrjótandi maki er hættulegur

„Hrjótandi maki eykur líkur á háum blóðþrýstingi,“ segir Harriet Akre, yfirlæknir á svefnrannsóknastofu á Lovisenberg sjúkrahúsinu í Noregi í samtali við norska blaðið VG. Akre segir niðurstöður nokkurra rannsókna allar vísa í sömu áttina.

Rannsóknirnar gefa til kynna að það sé fyrst og fremst hljóðmengun sem skapi áhættuna á hærri blóðþrýstingi og því eigi það sama við um fólk sem býr í nágrenni við flugvelli.
„Það kemur á daginn að þar sem hávaðinn er mestur eykur það magn stresshormóna í líkamanum sem aftur valda hærri blóðþrýstingi. Þeir sem hrjóta sjálfir eru þess vegna í jafn mikilli áhættu og hinir, sem sofa í nágrenninu,“ segir Akre.

Samkvæmt rannsóknum Lars Jarup við Imperial-háskólann í Lundúnum er hávaði yfir 35 desibelum á meðan sofið er, hættulegur heilsunni. Hávaði frá hrotum er að jafnaði á bilinu fjörtíu til sextíu desibel.

www.dv.is 19.02.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-