-Auglýsing-

Hreint loft fyrir starfsfólk veitingastaða

Væntanlega hefur ekki farið fram hjá neinum að hinn 1. júní nk. tekur gildi bann við reykingum inni á veitinga- og skemmtistöðum. Fjölmargir eigendur hafa nú þegar annaðhvort gert staði sína reyklausa eða takmarkað reykingar með ýmsu móti. Þetta er gert til að mæta þörfum gesta en ekki síður til að tryggja starfsfólkinu hreint andrúmsloft.

Aðalástæðan fyrir reykingabanninu er að stuðla að góðri heilsu starfsmanna með því að vernda þá fyrir óbeinum reykingum. Nú er vitað að í reyknum sem myndast við bruna tóbaksins er meira af skaðlegum efnum en í þeim reyk sem reykingamaður sogar ofan í sig. Þar sem reykt er innanhúss verður reykmengun því að stærri hluta til úr hinum hættulegri hliðarreyk.

-Auglýsing-

Starfsfólkið í sérstakri hættu
Óbeinar reykingar eru mjög skaðlegar heilsu fólks. Þær geta haft skammtímaáhrif, eins og ertingu í augum og hálsi, en líka alvarlegri áhrif, s.s. auknar líkur á að hjartaáfalli, lungnakrabbameini og heilablóðfalli. Óbeinar reykingar eru líka sérstaklega slæmar fyrir þungaðar konur, börn, fólk með astma og öndunarfæravandamál og vandamál í hjarta og æðakerfi.

Starfsfólk veitinga- og skemmtistaða er í sérstakri hættu þar sem sá hópur er í reykmettuðu umhverfi. Rannsóknir sýna að barþjónar sem ekki reykja eru með svipaða þéttni nikótíns í blóði og fólk sem reykir daglega. Þá sýna rannsóknir einnig að fólk sem vinnur á börum og veitingahúsum er í allt að 50% meiri hættu en aðrir að fá lungnakrabbamein. Ófædd börn þungaðra kvenna sem vinna í reykmettuðu umhverfi eru einnig í sérstakri hættu. Lítil fæðingarþyngd og fyrirburafæðing er algengari ef óbeinar reykingar hafa haft áhrif á móðurina á meðgöngu og hættan fyrir barnið eykst eftir því sem óbeinu reykingarnar eru meiri og tíðari.

Niðurstöður erlendra rannsókna á heilsu og vellíðan starfsmanna fyrir og eftir bann sýna fram á að einkenni sem starfsmenn höfðu minnkuðu og heilsufar batnaði. Í rannsókn, sem gerð var í Kaliforníu, kom fram að þjónustufólk kvartaði undan óþægindum í öndunarfærum, svo sem hósta, mæði, blístri í öndunarfærum og óþægindum í augum, nefi og hálsi fyrir bann. Einum mánuði eftir bannið höfðu einkenni í öndunarfærum minnkað um 60% og óþægindi um 80%. Þessar rannsóknarniðurstöður sýna að vellíðan starfsmanna eykst fljótt eftir að þeir losna við áhrif óbeinna reykinga.

Landlæknisembættið óskar starfsfólki veitinga- og skemmtistaða til hamingju með að geta notið hreins lofts í vinnu sinni frá og með 1. júní.

- Auglýsing-

Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarfræðingur Matthías Halldórsson landlæknir

Morgunblaðið 30.05.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-