-Auglýsing-

Engin skrá til yfir líffæragjafa

Ekki er til nein skrá yfir þá sem vilja gefa líffæri þegar dauða ber að höndum, samkvæmt upp lýsingum frá landlækni.  Þar er hinsvegar hægt að fá svokallað líffæragjafakort vilji menn verða líffæragjafar.
Kortin eru gagnlegur vitnisburður um vilja einstaklings til að gefa líffæri en hafa ekki lagalegt gildi, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirlæknis nýrnalækninga á Landspítalanum.

„Fjöskylda viðkomandi einstaklings getur enn neitað gjöf vegna þess að það skortir lagalega umgjörð sem segir að hafi viðkomandi sagt að hann vilji verða gjafi verði hann gjafi alveg sama hvað aðstandendur segja,“ greinir Runólfur frá.
Hann segir slík ákvæði enn sem komið er bara vera í lögum um ígræðslu í Belgíu og Austurríki. Þar að auki sé víða í Evrópu gert ráð fyrir samþykki einstaklingsins hafi hann ekki lýst yfir vilja til líffæragjafar. „Í lögum um ígræðslu sem sett voru hér 1991 segir að ef viðkomandi hefur ekki sagt að hann vilji gefa líffæri sé gert ráð fyrir að hann vilji það ekki.
“Niðurstöður rannsóknar um líffæragjafir á Íslandi 1992 til 2002 sýndu að í 39 prósentum tilvika hafna aðstandendur beiðni um líffæragjöf úr nýlátnum ættingja. Það er mat Runólfs að færri hafni nú slíkri beiðni.
Hann segir líffæragjafir úr látnum hafa verið 6 árið 2006 en þar áður 2 til 3 á ári. „Við önnum algjörlega eftir spurn hér enn sem komið er.
Líffæri úr látnum fara héðan til sameiginlegs líffærabanka Norðurlandanna. Hér virðist vera lægri tíðni sjúkdóma sem leiða til bilunar líffæra sem krefjast ígræðslu en annars staðar í Evrópu.

-Auglýsing-

Það er því miður talsverður biðtími eftir nýrum en þau eru þau líffæri sem oftast eru grædd í sjúklinga. Aftur á móti eru 70 prósent þeirra sem gefa nýra lifandi gjafar. Það er þakkarvert og stöndum við fremst meðal þjóða á því sviði. Hinsvegar njóta gjafar ekki nægilega góðra sjúkratrygginga vegna vinnutaps eftir skurð aðgerð í tengsl um við brottnám líffæris,“ tekur Runólfur fram.

Þeir sem vilja verða líffæra gjafar verða að vera sjálfráða og mega ekki vera með sjúkdóm í þeim líffærum sem í hlut eiga. Líffæragjafakortin eru á stærð við kreditkort til þess að auðvelt sé að geyma þau í veski. Sú staða getur þó komið upp að við komandi sé ekki með kortið á sér þegar andlát ber skyndilega að höndum.
Meðal annars þess vegna er ská yfir líffæragjafa nauðsynleg, að mati Runólfs. Hann leggur jafnframt áherslu á nauðsyn fræðslu um líffæragjafir. „Það þarf að efla umræðu og fræðslu, ekki bara um þessa stórkostlegu gjöf fyrir þann sem þiggur, heldur einnig um hvað felst í því að vera líffæragjafi og hvernig staðið er að brottnámi líffæra.“

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net

Blaðið 01.06.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-