fbpx
-Auglýsing-

Hjónabandserfiðleikar kunna að vera hættulegir hjartanu

Erfiðleikar í hjónabandi og öðrum persónulegum samskiptum kunna að auka hættuna á hjartasjúkdómum, að því er vísindamenn greindu frá í dag. Aðrir vísindamenn benda á að rannsóknin sem um ræðir hafi einungis leitt í ljós litla fylgni þarna á milli, og sanni ekki að slæm sambönd séu hættuleg hjartanu.

Greint er frá rannsókninni í Archives of Internal Medicine í dag, en þátttakendur í henni voru rúmlega níu þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi, flestir í hjónabandi. Þeim sem áttu í mestum erfiðleikum í samskiptum við maka, nána ættingja eða vini reyndist 34% hættara við hjartaáföllum eða öðrum hjartasjúkdómum en þeim sem ekki áttu í erfiðleikum á þessu sviði. Fylgst var með þátttakendum í 12 ára.

En í rannsókn sem greint var frá í sumar og beindist einnig að áhrifum persónulegra sambanda á hjartað kom ekki ljós nein fylgni.

Sálfræðiprófessor við Háskólann í Pennsylvaníu, sem einnig hefur rannsakað áhrif félagslegra samskipta á heilsufar, segir að niðurstöðurnar sem birtar voru í dag „virðist við fyrstu sýn ekki koma á óvart,“ en tengslin sem hún sýni fram á séu mjög veik.

- Auglýsing-

Ekki blasi við að rétt sé að ráðleggja fólki sem búi í slæmum hjónaböndum að sækja um skilnað til að draga úr hættu á hjartasjúkdómum, vegna þess að aðrar rannsóknir hafi sýnt að það sé líka slæmt fyrir hjartað að vera ógiftur.

www.mbl.is 08.10.2007

Auglýsing
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-