Hjartaáfall styrkir samband Beckham við föður sinn

David Beckham hefur boðist til að kaupa hús í Los Angeles handa pabba sínum sem jafnar sig nú á hjartaáfalli sem hann fékk fyrir rúmri viku. David segir að pabbi sinn muni hafa gott af því að dvelja í sólinni í Kaliforníu þar til hann nær fyrri styrk.

Til þess að fullvissa sig um að svo verði hefur David einnig boðist til að borga hjúkrunarkonu árs laun til að sjá um pabba sinni í endurhæfingunni.

Hjartaáfallið fékk mikið á David enda var samband þeirra orðið afar slæmt og þeir ekki sést síðan í apríl. Um leið og fréttirnar af hjartaáfallinu bárust flaug David beinustu leið til Bretlands og er nú staðráðinn í að styrka samband sitt við föður sinn.

www.visir.is 07.10.2007