-Auglýsing-

Hjarta.net vinnur til verðlauna

Ég verð að játa að ég varð undrandi þegar ég komst að því í gærkvöldi að hjarta.net hefði verið valinn besti einstaklingsvefurinn 2007 af samtökum vefiðnaðarins, Svef.

Því miður var ég ekki á staðnum þegar úrslitin voru kunngerð á Hótel Sögu og þykir mér það miður. Satt best að segja grunaði mig ekki að ég ætti möguleika.

Ég tileinka þessi verðlaun minningu þeirra sem látast á ári hverju af völdum hjartaáfalla en mörg þeirra dauðsfalla eru ótímabær með öllu.

Sjálfur fékk ég hjartaáfall þann 9. febrúar 2003. Ég var 37 ára gamall og var einn af þeim heppnu, ég lifði af.

Í kjölfarið fann ég þörf hjá mér fyrir upplýsingar um hjartað og hjartasjúkdóma en fann þær ekki í því formi sem mér hentaði. Þá varð til hugmyndin að hjarta.net.

Í upphafi grunaði mig reyndar ekki að verkefnið myndi vinda svona uppá sig en hver stund sem ég eyði hér inni er stund sem er vel varið.

- Auglýsing-

Ég er óskaplega þakklátur fyrir þessa viðurkenningu og hún hvetur mig og okkur á hjarta.net til dáða í því að gera enn betur.

Björn  

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-